Bæjarráð Akraness fagnar ummælum samgönguráðherra um að raunhæft sé að bjóða út framkvæmdir við Sundabraut á þessu kjörtímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum.
Bæjarstjórn ítrekar fyrri ályktanir sínar um mikilvægi Sundabrautar, hún muni án efa væta umferð til og frá höfuðborginni og auka umferðaröryggi.
Tilefni ályktunarinnar er ný skýrsla starfshóps um Sundabraut, ekki sú fyrsta, en hún var afhent ráðherra í gær. Þar kemur meðal annars fram að jarðgöng og lágbrú sem þveri hafnarsvæðið við Kleppsvík séu þeir valkostir sem starfshópurinn telji helst koma til greina.
Starfshópurinn fór yfir öll fyrirliggjandi gögn um framkvæmdina og lét uppfæra kostnaðaráætlanir og umferðarspár. Erfiðasti og dýrasti hluti mögulegrar Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur, en þar er nú umfangsmikil starfsemi Sundahafnar, sem er megingátt Íslands í vöruflutningum á sjó.