Hávaðasamar deilur um hanagal fyrir dóm

Haninn Maurice átti að koma fyrir dómara í dag en …
Haninn Maurice átti að koma fyrir dómara í dag en mætti ekki, frekar en stefnendurnir, eldri hjón sem saka hanann um hljóðmengun. AFP

Han­inn Maurice er kom­inn í hann krapp­an sök­um hana­gals sem hann stund­ar við sól­ar­upp­rás, líkt og sönn­um hön­um sæm­ir, en Maurice og eig­anda hans hef­ur verið stefnt af ósátt­um ná­grönn­um. 

Maurice, sem er inn­an við árs­gam­all og því iðinn við hanagalið, er sakaður um hljóðmeng­un af eldri hjón­um sem festu kaup á landi og byggðu sér sum­ar­hús á frönsku eyj­unni Olér­on fyr­ir nokkr­um árum. Eig­andi Maurice, Cor­inne Fesseau, seg­ir að han­inn henn­ar sé ein­fald­lega að gera það sem hön­um er skylt að gera. 

Corinne Fesseau, eigandi Maurice.
Cor­inne Fesseau, eig­andi Maurice. AFP

Hanagal fylgi­fisk­ur sveita­sæl­unn­ar

Hvorki Maurice né stefn­end­urn­ir voru viðstödd þegar fyr­ir­taka máls­ins fór fram í bæn­um Rochefort í dag. Málið hef­ur hins veg­ar vakið at­hygli heima­manna sem fjöl­menntu fyr­ir utan dóms­húsið og sýndu hon­um stuðning. 

Stefn­end­urn­ir, Jean-Lou­is Biron og Joëlle Andrieux, komu sér upp sum­ar­húsi á eyj­unni fyr­ir um 15 árum og höfðu séð fyr­ir sér að setj­ast að í hús­inu í ell­inni. Þau kvörtuðu und­an Maurice og hef­ur málið verið til um­fjöll­un­ar í héraðsmiðlun­um síðastliðin tvö ár. 

Fesseau hef­ur búið í Olér­on í 35 ár og seg­ir hún málið ein­falt: Vilji fólk búa utan borg­ar­mark­anna verður það ein­fald­lega að sætta sig við hanagal, það sé óá­sætt­an­legt að krefjast þess að galið hætti. 

Hvað framtíð Maurice mun bera í skauti sér skal ósagt látið, en dóm­ur­inn mun kveða upp úr­sk­urð sinn í sept­em­ber.

mbl.is