Of gamall fyrir Hollywood

Brad Pitt er ekki ungur lengur.
Brad Pitt er ekki ungur lengur. mbl.is/AFP

Brad Pitt hefur látið lítið fyrir sér fara á hvíta tjaldinu undanfarin misseri. Pitt, sem leikur eitt aðalhlutverkið í nýjustu mynd Quentin Tarantino, segir í forsíðuviðtali við ástralska GQ að hann njóti þess að vera í framleiðsluhlutverkinu. Hann virðist ekki hafa áhyggjur yfir því að yngri menn taki hlutverkin hans og gefur í skyn að hann sé að verða of gamall fyrir Hollywood aðeins 55 ára. 

„En ég held áfram að gera minna og minna. Ég trúi því virkilega að almennt sé þetta leikur fyrir yngri mann,“ sagði Pitt. Hann kennir þó ekki lélegum hlutverkum fyrir eldri menn um að hann láti minna fyrir sér fara. Hann segir þetta hreinlega vera gang náttúrunnar. 

Brad Pitt segist vera spenntur fyrir framtíðinni og hvaða stefnu kvikmyndaiðnaðurinn taki. Segist hann kunna að meta efnisveitur og segist sjá að þar sé verið að gera meira af góðu efni. „Við sjáum fleiri handritshöfunda og leikstjóra og leikara fá tækifæri. Það segir manni bara hversu margt hæfileikaríkt fólk er þarna úti.“

Brad Pitt er ein stærsta kvikmyndastjarna heims í dag þrátt …
Brad Pitt er ein stærsta kvikmyndastjarna heims í dag þrátt fyrir að leika minna en áður. mbl.is/AFP
mbl.is