Tvö ráðuneyti stíga græn skref

Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið fengu í dag viðurkenningu fyrir að ná …
Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið fengu í dag viðurkenningu fyrir að ná Grænum skrefum 3 og 4 samkvæmt áætlun verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heil­brigðisráðuneytið og fé­lags­málaráðuneytið hafa öðlast viður­kenn­ingu fyr­ir að ná Græn­um skref­um 3 og 4 sam­kvæmt áætl­un verk­efn­is­ins Græn skref í rík­is­rekstri.

„Grænu skref­in fel­ast í litl­um og stór­um aðgerðum til að draga úr sóun og meng­un og snú­ast um að efla vist­væn­an rekst­ur rík­is­ins á kerf­is­bund­inn hátt,“ seg­ir í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins. Grænu skref­in eru jafn­framt liður í því að inn­leiða lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðsins sem samþykkt var á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar 9. apríl síðastliðinn.

Öll ráðuneyt­in og Rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðsins vinna að inn­leiðingu grænna skrefa í rík­is­rekstri. Sem dæmi um verk­efni sem hrint hef­ur verið í fram­kvæmd í ráðuneyt­um má nefna inn­leiðingu prent­skýja sem draga úr papp­írs­notk­un, flokk­un úr­gangs, sam­göngu­samn­inga, aðstöðu fyr­ir hjólandi, til­boð um deili­bíl, raf­hjóla­tilraun og inn­kaup á ýms­um um­hverf­is­vottuðum vör­um.

Heil­brigðisráðuneytið og fé­lags­málaráðuneytið eru með aðset­ur í sama húsi og hafa unnið sam­an að inn­leiðingu grænu skref­anna. Þess má einnig geta að þau hafa bæði hlotið gull­vott­un fyr­ir að vera hjóla­vænn vinnustaður.

mbl.is