Hvalur fær fimm ára veiðileyfi

Hvalveiðiskip Hvals hf. heldur úr höfn í Hvalfirði. Mynd úr …
Hvalveiðiskip Hvals hf. heldur úr höfn í Hvalfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hval­ur hf. fékk í dag leyfi til veiða á langreyðum en það gild­ir í fimm ár. Þetta kem­ur fram í svari at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.is.

Alls voru 145 langreyðar veidd­ar við landið á síðasta ári, en eng­ar hafa verið veidd­ar í ár. Hval­ur hf. sótti um leyfi til langreyðaveiða 14. mars.

Um 150 manns unnu við veiðar og verk­un hjá Hval í Hval­f­irði og Hafn­ar­f­irði á vertíðinni í fyrra, sem stóð í sam­tals 98 daga frá 19. júní.

Fyr­ir­komu­lag hval­veiða er með þeim hætti að þær eru frjáls­ar þeim sem fengið hafa leyfi uns til­tek­inn heild­ar­fjöldi dýra hef­ur verið veidd­ur, sam­kvæmt reglu­gerð sem Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra gaf út 19. fe­brú­ar. 

Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir yf­ir­stand­andi ár hljóðar upp á veiðar á sam­tals 209 langreyðum.

mbl.is