Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að hún hygðist halda neyðarfund, vegna kjarnorkuáætlunar Írans, í næstu viku. Beiðnin kemur nokkrum dögum eftir að Íran fór yfir leyfilegt magn auðgaðs úrans samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu frá 2015.
Það merkir að Íran býr yfir meira en 300 kíló af auðguðu úrani sem er bæði notað sem eldsneyti í kjarnorkuver, en 1.050 kíló eru talin nauðsynleg til þess að búa til kjarnorkuvopn.
Bandaríkin fóru fram á fundinn en samkvæmt frétt AFP verður haldinn haldinn þriðjudaginn 10. júlí.
Íran jók framleiðslu auðgaðs úrans þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að beita landið efnahagsþvingunum. Evrópuríki sem eru aðilar að samningnum við Íran hafa varað við því að brot á skilmálum hans mun hafa afleiðingar.