Leikkonan Mindy Kaling birti myndir og myndband af sér á Instagram í bikiníi um helgina. Skilaboð hennar eru að fólk þurfi ekki að vera í fatastærð númer 0 til að mega vera í bikiní. Hún hvetur alla þá sem vilja ganga í bikiníi að klæðast bikiníi.
Kaling segist lengi hafa verið óörugg með líkama sinn, allt þar til hún heimsótti vinkonu sína til Hawaii. Hún segir að allir á Hawaii hafi klæðst bikiníi, óháð líkamsgerð.
Hún minntist einnig á það í myndbandinu að hún er hrifin af uppháum bíkiníbuxum þar sem þær séu flottar á henni og henti hennar líkamsbyggingu. Kaling er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Office en hún kom einnig að handriti, leikstjórn og framleiðslu þáttanna.