Bráðnun suðurskauts að verða óafturkræf

Haldi Thwaites-jökullinn á suðurskautinu áfram að bráðna kann yfirborð sjávar …
Haldi Thwaites-jökullinn á suðurskautinu áfram að bráðna kann yfirborð sjávar að hækka um hálfan metra. Ljósmynd/Wikipedia.org

Bráðnun jökla á suður­skaut­inu stefn­ir nú hraðbyri í að verða óaft­ur­kræf, jafn­vel þótt dragi úr hlýn­un jarðar. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar NASA, sem Guar­di­an grein­ir frá.

Rann­sókn­in bend­ir til þess að óstöðug­leiki Thwaites-jök­uls­ins, sem er hluti af suður­skaut­s­ís­hell­unni, sé orðinn slík­ur að sá tíma­punkt­ur nálg­ist nú að ómögu­legt verði að koma í veg fyr­ir bráðnun hans með þeim af­leiðing­um yf­ir­borð sjáv­ar hækki um hálf­an metra. Eru fleiri jökl­ar á Suður­skautsland­inu sagðir vera álíka óstöðugir.

Ný­leg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á fimm jökl­ar á Suður­skautsland­inu hörfuðu tvisvar sinn­um hraðar á sl. sex árum, en þeir gerðu tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. Ísinn hop­ar þá ekki ein­göngu við strand­lengj­una, held­ur hörfar hann líka inn­an­lands og hef­ur ís­hell­an á sum­um stöðum minnkað um allt að 100 metra.

Mun halda áfram að ger­ast af sjálfs­dáðum

Einna mest hætta á hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar er tal­in stafa af Thwaites-jökl­in­um, sem er hluti af vesturís­hell­unni á suður­skaut­inu, sam­kvæmt rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Proceed­ings of the Nati­onal Aca­demy of Sciences.

Risastór borgarís sést hér brotna frá íshellunni við Knox-strönd á …
Risa­stór borga­rís sést hér brotna frá ís­hell­unni við Knox-strönd á Suður­skautsland­inu árið 2008. AFP

Guar­di­an hef­ur eft­ir Alex Robel, aðstoðarpró­fess­or við Georgia Institu­te of Technology, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, að ef svo fari að bráðnun jök­uls­ins reyn­ist óaft­ur­kræf muni hann hverfa á næstu 150 árum jafn­vel þótt hlýn­un jarðar verði snúið við. „Þetta mun halda áfram að ger­ast af sjálfs­dáðum og það er áhyggju­efni,“ sagði hann.

Íshell­an á suður­skaut­inu er um átta sinn­um stærri en sú sem er á Græn­landi og um 50 sinn­um stærri en all­ir jökl­ar í fjöll­um sam­an­lagðir. Thwaites-jök­ull­inn einn og sér inni­held­ur næg­an ís til að hækka yf­ir­borð sjáv­ar á heimsvísu um hálf­an metra.

Hlýn­un jarðar hef­ur þegar leitt til þess að yf­ir­borð sjáv­ar fer hækk­andi, sem aft­ur hef­ur leitt til auk­inna sjáv­ar­flóða.

Hækk­ar um fimm metra hverfi suður­skaut­s­ís­inn

Vís­inda­menn hafa hins veg­ar ekki treyst sér til að áætla hversu hratt suður­skaut­s­ís­hell­an muni hopa næstu ára­tugi og ald­ir, en út­reikn­ing­ar sem gerðir hafa verið í tölvu­herm­um hafa gefið til kynna að ís­hell­an muni byrja að hopa veru­lega eft­ir um 600 ár. Slíkt get­ur þó gerst mun hraðar með áfram­hald­andi hlýn­un jarðar og aukn­um óstöðug­leika jökl­anna.

„Þetta get­ur gerst á næstu 200-600 árum,“ seg­ir Hé­lè­ne Seroussi, vís­indamaður hjá NASA. „Þetta velt­ur á lands­lagi berg­grunns­ins und­ir ísn­um, sem við þekkj­um ekki enn þá í mikl­um smá­atriðum.“

Hverfi ís­hell­an öll má gera ráð fyr­ir að yf­ir­borð sjáv­ar hækki um fimm metra, sem myndi færa strand­byggðir víða um heim á kaf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina