Þrýstingi beitt vegna Elliðaárdals

Svona gæti útsýnið verið frá Stekkjarbakka nái áform um gróðurhvelfingu …
Svona gæti útsýnið verið frá Stekkjarbakka nái áform um gróðurhvelfingu fram að ganga. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ljóst er að nokk­ur hiti rík­ir meðal fólks hvað varðar upp­bygg­ingu í Elliðaár­dal þar sem gróður­hvelf­ing, bíla­stæði og versl­un­ar­rými munu rísa. Hringt var í Hall­dór Pál Gísla­son, formann Holl­vina­sam­taka Elliðaár­dals­ins, sl. sunnu­dag úr leyn­i­núm­eri og hon­um sagt að „hætta þessu hel­vít­is bulli“, búið væri að samþykkja upp­bygg­ingu við Stekkj­ar­bakka af hálfu borg­ar­yf­ir­valda og málið væri frá­gengið.

Þett staðfest­ir Hall­dór í Morg­un­blaðinu í dag. „Þetta var mjög skrítið sím­tal og eitt­hvað sem ég átti ekki von á í þessu ferli,“ sagði Hall­dór um sím­talið. Hringj­and­inn kynnti sig ekki en spurði hvort Hall­dór væri ekki formaður Holl­vina­sam­taka Elliðaár­dals­ins.

Sam­tök­in hafa lýst því yfir að nú hefj­ist þau handa við að kæra samþykkt borg­ar­yf­ir­valda á upp­bygg­ingu í Elliðaár­dal til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Deili­skipu­lag á þró­un­ar­reitn­um Stekkj­ar­bakka Þ73, sem fel­ur í sér upp­bygg­ingu á 43 þúsund fer­metra svæði í Elliðaár­dal, var samþykkt á borg­ar­ráðsfundi sl. fimmtu­dag.

Holl­vina­sam­tök­in telja málsmeðferð borg­ar­yf­ir­valda á þessu deili­skipu­lagi gefa til­efni til þess að málið verði kært til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. „Við þurf­um að fara yfir þetta með skipu­lagslög­fræðingi og þegar það er búið þá kær­um við þetta til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. Að því búnu för­um við í að klára þetta mál og knýja fram íbúa­kosn­ingu,“ seg­ir Hall­dór í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: