Mun veðrið í Reykjavík minna á Belfast?

Belfast á Norður-Írlandi. Árið 2050 er veðurfar í Reykjavík talið …
Belfast á Norður-Írlandi. Árið 2050 er veðurfar í Reykjavík talið munu líkjast því sem í dag er í Belfast samkvæmt nýrri rannsókn. Wikipedia

Árið 2050 mun veðurfarið í London minna mest það veðurfar sem við í dag tengj­um við Madrid á Spáni. Lofts­lagið í Par­ís mun minna mest á Can­berra í Ástr­al­íu, Stokk­hólm­ur á Búdapest og Reykja­vík á Belfast á Írlandi. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar sem kynnt var í dag og sem, Guar­di­an seg­ir byggja á bjart­sýn­um út­reikn­ing­um.

Breyt­ing­arn­ar verða enn meira af­ger­andi í borg­um á borð við Kuala Lump­ur, Jakarta og Singa­pore þar sem hita­belt­is­lofts­lag er í dag og segja vís­inda­menn­irn­ir íbúa þeirra borga munu upp­lifa áður óþekkt­ar aðstæður, öfga­kennt veðurfar og mikla þurrka.

Rann­sókn­in var unn­in af vís­inda­mönn­um frá ETH í Zürich í Swiss og birt í vís­inda­tíma­rit­inu PLOS ONE, en vís­inda­menn­irn­ir út­bjuggu m.a. gagn­virkt kort þar sem sjá má út­reikn­ing­ana fyr­ir fjölda borga.

Tvíburaturnarnir í Kuala Lumpur. Veðurfarsbreytingar í hitabeltisborgum á borð við …
Tví­bura­t­urn­arn­ir í Kuala Lump­ur. Veðurfars­breyt­ing­ar í hita­belt­is­borg­um á borð við af­ger­andi í borg­um á borð við Kuala Lump­ur, Jakarta og Singa­pore eru tald­ar verða meira af­ger­andi og munu íbú­ar þeirra upp­lifa áður óþekkt­ar aðstæður, öfga­kennt veðurfar og mikla þurrka. AFP

Niður­stöðurn­ar ógn­væn­leg lesn­ing

Veðurfar í 520 helstu borg­um heims er í rann­sókn­inni skoðað með 19 breyt­um sem end­ur­spegla breyti­leika hita­stigs og úr­komu. Notað var viðtekið lík­an sem er í bjart­sýnna lagi og ger­ir ráð fyr­ir að út­blást­ur kolt­ví­sýr­ings nái jafn­vægi um miðja þessa öld með inn­leiðingu grænna reglu­gerða og að hlýn­un jarðar verði því ekki nema 1,4 gráður.

Vís­inda­menn­irn­ir báru síðan sam­an lík­ing­ar með lofts­lag borga í dag og borga framtíðar og seg­ir AFP þær niður­stöður vera ógn­væn­lega lesn­ingu.  

Þannig mun veðurfar í borg­um á norður­hveli jarðar árið 2050 minna mest á staði sem eru um 1.000 km nær miðbaug. Hita­stig mun ekki hækka jafn mikið í borg­un­um sem eru nær miðbaugi, en þar mun verða meira um öfg­ar í þurrki og úr­komu.

Veðurfar í Stokkhólmi er talið að muni minna mest á …
Veðurfar í Stokk­hólmi er talið að muni minna mest á Búdapest árið 2050. Wikipedia/​Dav­id Gubler

Veru­leg breyt­ing í 77% borga

Heilt yfir munu 77% borga verða fyr­ir „veru­legri breyt­ingu“ varðandi veðurfar. Í 22% borga verður nýj­unga í veðurfari vart og er þar átt við áður óþekkt­ar aðstæður.

Í Evr­ópu verður veðurfar hlýrra bæði yfir sum­ar- og vetr­ar­mánuði, en gert er ráð fyr­ir að meðal­hlýn­un um sum­ar­tím­ann í álf­unni verði 3,5 gráður og 4,7 gráður að vetri til.

Þó að líkanið sem notað var við út­reikn­ing­ana sé ekki nýtt af nál­inni er til­gang­ur­inn með grein­inni að koma upp­lýs­ing­un­um þannig á fram­færi að hvetja stjórn­völd ríkja heims til að bregðast við vand­an­um.

Eyk­ur álag á raf­orku­kerfi Norður-Evr­ópu

„Til­gang­ur­inn með grein­inni er að veita öll­um auk­in skiln­ing á hvað það er sem lofts­lags­vá­in fel­ur í sér,“ hef­ur AFP-frétta­veit­an eft­ir aðal­höf­undi grein­ar­inn­ar, Jean-Franco­is Bast­in.

Benti Bast­in, sem er Belgi, á að í heimalandi sínu væri ekki víst að hita­stig næði niður fyr­ir frost­mark árið 2060, en þær veðuraðstæður eru nauðsyn­leg­ar eigi hveiti­korn að þrosk­ast.

Þá muni hækk­andi hita­stig auka álag á raf­orku­kerfi ríkja Norður-Evr­ópu og með því mögu­lega skapa ákveðinn víta­hring.

„Það eru nú orðin 30 ár frá því að flest okk­ar viður­kenndu að lofts­lags­breyt­ing­ar af manna­völd­um eru raun­veru­leg­ar og enn í dag tekst okk­ur ekki en að bregðast við á heimsvísu,“ sagði Bast­in.

mbl.is