Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tek­ist hef­ur verið á inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins um menn og mál­efni alla tíð, rétt eins og öðrum flokk­um. Þetta seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, á Face­book-síðu sinni í dag vegna deilna inn­an flokks­ins um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

Glíma sé inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag og fyr­ir hana seg­ist Elliði sem sjálf­stæðismaður ekki skamm­ast sín. Hins veg­ar þurfi átök alls ekki að vera ógn­vekj­andi. „Í þeim geta fal­ist tæki­færi til að herða róður­inn og leiðrétta kúrsinn þar sem þörf er.“

Elliði hef­ur áður tjáð sig um deil­una um þriðja orkupakk­ann, sem til stend­ur að samþykkja á Alþingi í haust vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um, þar sem hann hef­ur lýst áhyggj­um vegna eðlis samn­ings­ins sem feli í sér aðlög­un að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þá hef­ur Elliði velt því upp hvort ekki sé ástæða fyr­ir þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins að vera hugsi yfir því að mesti stuðning­ur við þriðja orkupakk­ann komi úr röðum Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Pírata sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. „Er það ekki vís­bend­ing um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sam­mála þess­um flokk­um?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina