Brexit ræðst í Dublin

Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir mikilla stefnubreytinga ekki …
Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir mikilla stefnubreytinga ekki að vænta með skipan Ursulu von der Leyen. mbl.is/Hari

Ekki er von á að skip­an Ursulu von der Leyen í embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB hafi í för með sér mikl­ar stefnu­breyt­ing­ar hjá Evr­ópu­sam­band­inu, hvorki í mál­efn­um sam­bands­ins sjálfs né í samn­ingaviðræðunum um út­göngu Breta. Þetta seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði.

Starf for­set­ans sé miklu meira frek­ar „sam­ræm­ing­ar­starf mála­miðlara“ held­ur en hefðbundið hlut­verk leiðtoga rík­is­stjórn­ar. „Ég held að all­ir sem fylgj­ast eitt­hvað með stjórn­mál­um Evr­ópu­sam­bands­ins viti að raun­veru­lega valdið ligg­ur þegar uppi er staðið hjá leiðtog­um aðild­ar­ríkj­anna.“

Reipi­tog þjóðrík­is og lýðræðissinna

Ei­rík­ur seg­ir Evr­ópu­sam­starf­inu fylgja sí­fellt reipi­tog milli þeirra sem vilja auka veg beins lýðræðis með auknu valdi sam­evr­ópskra stofn­ana, stuðnings­manna Evr­ópu­samruna, og þeirra sem vilja halda völd­un­um í hönd­um þjóðríkj­anna. Aukið beint lýðræði inn­an ESB og valda­framsal til stofn­ana þess feli í sér minni áhrif aðild­ar­ríkj­anna á sam­bandið. 

Eilíft reipitog er milli þeirra sem vilja auka veg Evrópusamstarfsins …
Ei­líft reipi­tog er milli þeirra sem vilja auka veg Evr­ópu­sam­starfs­ins og þeirra sem vilja halda völd­um í hönd­um aðild­ar­ríkja, seg­ir Ei­rík­ur. AFP

Ursula von der Leyen hef­ur í gegn­um tíðina verið öt­ull talsmaður Evr­ópu­sam­starfs­ins og sér fyr­ir sér evr­ópskt sam­bands­ríki að banda­rískri og sviss­neskri fyr­ir­mynd, þar sem sam­bandið fer til að mynda með æðstu stjórn skatta­mála og fjár­laga, en þó þannig að aðild­ar­ríkj­um sé gefið visst svig­rúm í þeim efn­um. Þá vill hún hraða áform­um um stofn­un Evr­ópu­hers.

Ei­rík­ur tel­ur þó ekki að mik­illa breyt­inga sé að vænta á þess­um sviðum á næst­unni. Bend­ir hann á að for­set­ar fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar hafi í gegn­um tíðina verið mikl­ir banda­lagssinn­ar (e. feder­alists). Nefn­ir hann í því skyni Frakk­ann Jacqu­es Del­ors, sem gegndi embætt­inu frá 1985 til 1995. Í valdatíð hans var þó stórt skref stigið í átt að upp­töku sam­eig­in­lega gjald­miðils­ins, evr­unn­ar. Þá sé Jean-Clau­de Juncker, frá­far­andi for­seti, einnig mik­ill banda­lagssinni en sú skoðun hafi ekki litað stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins mikið und­an­far­in ár.

Stofnað til að taka á vanda­mál­um

Ei­rík­ur rifjar upp að Evr­ópu­sam­bandið hafi verið stofnað til að taka á risa­vöxn­um vanda­mál­um sem steðjuðu að „okk­ar hrjáðu álfu“. Með til­komu þess hafi vinna við þau verið færð í hend­ur allra aðild­ar­ríkja í stað þess að stóru rík­in taki ein ákv­arðan­irn­ar og kúgi þau minni, með af­leiðing­um sem flest­um ættu að vera kunn­ar.

Það sé því sam­band­inu í blóð borið að tak­ast á við krefj­andi verk­efni. „Ann­ars hefði það eng­an til­gang.“ Eng­inn hörg­ull hef­ur verið á slík­um und­an­far­in ár og nefn­ir Ei­rík­ur flótta­manna­vand­ann, sem hafi bitnað harðast á ESB af vest­ræn­um ríkj­um, fjár­málakrís­una og auðvitað út­göngu Breta, sem hafi litað kjör­tíma­bil frá­far­andi for­seta, Jean-Clau­de Juncker. „Það hef­ur ekk­ert rými gef­ist til að end­ur­skipu­leggja sam­bandið á meðan,“ seg­ir Ei­rík­ur og vís­ar þá til fyrra spjalls um auk­inn Evr­ópu­samruna.

Federica Mogherini, utanríkisstjóri ESB, (t.v.) óskar Ursulu von der Leyen …
Federica Mog­her­ini, ut­an­rík­is­stjóri ESB, (t.v.) ósk­ar Ursulu von der Leyen til ham­ingju með staðfest­ing­una, að at­kvæðagreiðslu lok­inni í Strass­borg í dag. AFP

Þótt Ei­rík­ur telji ekki út­lit fyr­ir að sam­bandið standi frammi fyr­ir jafn­stór­um eða stærri verk­efn­um á næstu árum ít­rek­ar hann þó að stórra skrefa í átt að sam­bands­ríki sé ekki að vænta.

Um Brex­it semst í Dublin

Ursula von der Leyen sagði á Evr­ópuþing­inu í morg­un, áður en at­kvæði voru greidd um til­nefn­ingu henn­ar, að hún væri til­bú­in að gefa Bret­um lengri frest til út­göngu en 31. októ­ber, eins og nú stend­ur til.

Ei­rík­ur tel­ur þó að þetta sé eng­in stefnu­breyt­ing frá Juncker. „Evr­ópu­sam­bandið sjálft hef­ur hingað til verið reiðubúið til að fresta út­göng­unni,“ seg­ir hann og bæt­ir við að litlu skipti fyr­ir það hvenær ná­kvæm­lega Bret­ar ganga út. Það skipti Breta meira máli.

Við það bæt­ir hann að ákvörðun um út­göngu­samn­ing, fyr­ir hönd ESB, sé á end­an­um í hönd­um leiðtogaráðsins. Þar hafi sum­ir leiðtog­ar lagst harðlega gegn fram­leng­ingu á út­göngu­ferl­inu, til að mynda Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti.

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í viðræðunum um útgöngu Breta, ásamt …
Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður ESB í viðræðunum um út­göngu Breta, ásamt Leo Vara­dk­ar, for­sæt­is­ráðherra Írlands. Ei­rík­ur seg­ir að nýr for­sæt­is­ráðherra Breta þurfi að vinna Vara­dk­ar á sitt band eigi að gera breyt­ing­ar á fyr­ir­liggj­andi út­göngu­samn­ingi. AFP

„Það er stund­um eins og for­ystu­menn Breta átti sig ekki al­veg á eðli banda­lags­ins,“ seg­ir Ei­rík­ur. Í samn­ingaviðræðunum um Brex­it hafi helsta þrætu­eplið verið fyr­ir­komu­lag landa­mær­anna á Írlandi, og viðskipti þar um, hið svo­kallaða backstop

„ESB virk­ar þannig að það gæt­ir hags­muna aðild­ar­ríkja og í þessu máli eru það Írar sem hafa mestra hags­muna að gæta. Þannig verður afstaða Íra að af­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins. Th­eresa May og skó­svein­ar henn­ar hafi varið alltof mikl­um tíma í Brus­sel og Berlín að sann­færa leiðtoga þar um ágæti sjón­ar­miða sinna, en í raun séu það yf­ir­völd í Dublin sem fari með stjórn mála, og þau þurfi að sann­færa.

mbl.is