Tilnefning von der Leyen staðfest

Ursula von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. …
Ursula von der Leyen tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. nóvember. AFP

Evr­ópuþingið staðfesti rétt í þessu til­nefn­ingu Þjóðverj­ans Ursulu von der Leyen í embætti for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, ann­ars tveggja valda­mestu embætta þess. 

Þing­fund­ur hófst á Evr­ópuþing­inu nú klukk­an fjög­ur og lágu úr­slit fyr­ir um klukk­an hálf­sex. Úrslit stóðu tæpt. Von der Leyen hlaut 383 at­kvæði þing­mann­anna 751, eða 51%. 327 kusu gegn. Hún er til­nefnd til starfs­ins af leiðtogaráði sam­bands­ins, en í því sitja ým­ist for­set­ar eða for­sæt­is­ráðherr­ar, nú eða kansl­ar­ar, aðild­ar­ríkja eft­ir stjórn­skip­an hvers lands.

Þingmenn Græningja hlýddu á hugmyndir Ursulu von der Leyen í …
Þing­menn Græn­ingja hlýddu á hug­mynd­ir Ursulu von der Leyen í morg­un. Nýr þing­fund­ur hófst klukk­an fjög­ur og voru at­kvæði greidd stuttu síðar. AFP

Lissa­bon-sátt­mál­an­um sam­kvæmt ber þing­inu að staðfesta til­nefn­ingu leiðtogaráðsins, en nokk­ur óvissa ríkti um það fram­an af hvort þing­mönn­um hugnaðist að fá hana til starfa. Ákvörðunin um að skipa von der Leyen kom mörg­um í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að hún var ekki odd­viti neins banda­lags í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um í maí, ólíkt for­vera henn­ar, Jean-Clau­de Juncker sem var odd­viti banda­lags hægri­flokka, EPP, í kosn­ing­un­um 2014.

Evr­ópuþing­menn hafa marg­ir hverj­ir, frá því odd­vita­fyr­ir­komu­lagið var tekið upp árið 2014, lagt mikla áherslu á að leiðtogaráðið virði það og skipi einn af odd­vit­um flokka­banda­lag­anna í embættið.

Kynja­jafn­rétti, um­hverf­is­mál, Evr­ópu­samruni

Von der Leyen hef­ur síðustu vik­ur varið ómæld­um tíma á fund­um með þing­mönn­um til að sann­færa þá um að greiða sér at­kvæði. Það hef­ur borið ár­ang­ur því banda­lag jafnaðarmanna á Evr­ópuþingi, S&D, hef­ur nú gefið út að það styðji von der Leyen. Þar með var björn­inn unn­inn því hún naut fyr­ir yf­ir­gnæf­andi stuðnings síns eig­in flokks, hægri­banda­lags­ins EPP, og frjáls­lyndra, Renew Europe (áður ALDE), flokks Macron Frakk­lands­for­seta. Þá naut hún einnig ein­hvers stuðnings inn­an raða græn­ingja.

Frétta­vef­ur­inn Euractiv grein­ir frá því í dag að nokk­urr­ar óánægju gæti inn­an raða hægri­banda­lags­ins með þær mála­miðlan­ir sem von der Leyen hafi gert til að afla sér nauðsyn­legs stuðnings út fyr­ir flokk­inn. Hef­ur von der Leyen til að mynda talað fyr­ir því að Evr­ópu­sam­band­inu beri að setja sér metnaðarfyllri lofts­lags­mark­mið en nú eru í gildi. Á fyrstu hundrað dög­um sín­um í embætti verði kynnt lofts­lags­áætl­un þar sem fjár­fest­ing­ar í grænni orku verði aukn­ar og brugðist verði við því þegar fyr­ir­tæki flakka með starf­semi sína milli landa þegar meng­un­ar­tak­mörk­un­um er náð.

Okk­ar sam­eig­in­lega mark­mið um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% fyr­ir árið 2030 er ekki nóg. Við þurf­um að ganga lengra,“ sagði von der Leyen þegar hún ávarpaði þing­menn í morg­un, og var það ef­laust sem fugla­söng­ur í græn­um eyr­um.

Von der Leyen er ein­dreg­inn stuðnings­maður Evr­ópu­samrun­ans, líkt og Juncker for­veri, og hef­ur hún látið hafa eft­ir sér að hún sjái fyr­ir sér evr­ópskt sam­bands­ríki að banda­rískri, sviss­neskri og þýskri fyr­ir­mynd.

Charles Michel, fráfarandi forsætisráðherra Belgíu, tekur við sem forseti leiðtogaráðsins …
Char­les Michel, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra Belg­íu, tek­ur við sem for­seti leiðtogaráðsins um svipað leyti og von der Leyen tek­ur til starfa. AFP

 

Þá hef­ur hún heitið því að kon­ur og karl­ar muni skipa æðstu embætti til jafns í valdatíð henn­ar en Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur gjarn­an verið legið á hálsi fyr­ir það hve fáar kon­ur halda þar um valdataum­ana. Til marks um það má nefna að Ursula von der Leyen verður fyrsta kon­an til að gegna öðru tveggja valda­mestu embætta sam­bands­ins, en þau er for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar og for­seti leiðtogaráðs.  

Á sama fundi leiðtogaráðsins í upp­hafi mánaðar var Christ­ine Lag­ar­de skipuð for­seti Evr­ópska seðlabank­ans, fyrst kvenna.

Það gæti þó verið hæg­ara sagt en gert fyr­ir von der Leyen að jafna hlut kynj­anna í eig­in fram­kvæmda­stjórn því þar sitja 28 stjór­ar, einn frá hverju aðild­ar­ríki, og sér hver rík­is­stjórn fyr­ir sig um að skipa sinn full­trúa, sem verða þó í störf­um sín­um að hafa hag Evr­ópu­búa allra að leiðarljósi, eins og kveðið er á um í títt­nefnd­um Lissa­bon-sátt­mála.

Upp­fært 17:37

Þegar frétt­in birt­ist var at­kvæðagreiðslu ekki lokið. Henni er nú lokið og hef­ur frétt­inni verið breytt í sam­ræmi við það.

Hermenn hefja Evrópufánann á loft við setningu Evrópuþingsins í byrjun …
Her­menn hefja Evr­ópuf­án­ann á loft við setn­ingu Evr­ópuþings­ins í byrj­un mánaðar. AFP
mbl.is