Það er samt sem áður eitthvað heillandi við hella, upplifunin að vera inni í jörðinni, í þögninni og myrkrinu. Víða um heim er nú boðið upp á að gista í helli en það er þó ekki í ætt við ofangreinda lýsingu heldur töluvert huggulegra.
Cappadocia í Tyrklandi er heillandi svæði þar sem Yunak Evleri hótelið býður upp á gistingu í aldagömlum hellum frá tímum Ottómans veldisins. Herbergin eru
Eitt af sérkennum Puglia héraðsins á Ítalíu eru svokölluðu Trulli hús en þau eru hlaðin úr steinum og mynda einskonar pýramída. Í bænum Ostuni í héraðinu er að finna skemmtilegt hótel sem nefnist Relais La Sommitá en það er hægt að gista í ansi huggulegum helli.
Á spænsku eyjunni Majorka er boðið upp á gistingu í hellum sem áður hýstu leynilegar bækistöðvar hermanna. Hvert herbergi á hótelinu Cap Rocat hefur sinn eigin heitan pott þar sem hægt er að hvíla lúin bein og njóta fegurðarinnar.