Ævintýralegur flótti ítalsks skógarbjarnar

Ríkisstjóri Trentino hafði gefið skógarvörðum leyfi til þess að skjóta …
Ríkisstjóri Trentino hafði gefið skógarvörðum leyfi til þess að skjóta M49 á færi. Mynd úr safni. AFP

Skóg­ar­verðir í Trent­ino á Ítal­íu leita nú log­andi ljósi að skóg­ar­birni sem hyllt­ur hef­ur verið sem of­ur­hetja eft­ir að hann slapp úr haldi yf­ir­valda.

Björn­inn, sem ber heitið M49, var fangaður á sunnu­dag, en hann var tal­inn hættu­leg­ur mann­fólki og hús­dýr­um á svæðinu. Hann var hins veg­ar flú­inn aðeins nokkr­um klukku­stund­um síðar.

Flótti hans vek­ur væg­ast sagt undr­un, enda þurfti hann að fara yfir þrjár raf­magns­girðing­ar og fjög­urra metra háan vegg til að sleppa úr haldi.

Leyfi til að skjóta björn­inn aft­ur­kallað

Rík­is­stjóri Trent­ino hafði gefið skóg­ar­vörðum leyfi til þess að skjóta M49 á færi, enda sýndi flótti hans yfir 7.000 volta raf­magns­girðing­ar hversu hættu­leg­ur hann væri. Dýra­vernd­arsinn­ar hreyfðu hins veg­ar mót­mæl­um við ákvörðun rík­is­stjór­ans og um­hverf­is­ráðherra Ítal­íu, Sergio Costa, hef­ur í kjöl­farið aft­ur­kallað leyfið til þess að skjóta björn­inn.

Hin ýmsu dýra­vernd­ar­sam­tök hafa hvatt M49 til dáða og von­ast til að hann nái að flýja skóg­ar­verðina. Marg­ir ef­ast þó um sög­urn­ar af flótta hans yfir raf­magns­girðing­arn­ar, enda séu birn­ir ófleyg­ir. 

Frétt BBC

mbl.is