Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

Hamstrinum hefur lögregla gefið nafnið „Hamstur Macgregor“.
Hamstrinum hefur lögregla gefið nafnið „Hamstur Macgregor“. Ljósmynd/Facebook-síða lögreglunnar á Suðurnesjum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um grein­ir frá slags­mál­um í bak­g­arði við heima­hús í Kefla­vík í færslu á Face­book-síðu sinni.

„Ann­ar aðil­inn lenti að sjálf­sögðu und­ir eins og geng­ur og ger­ist. En það sem er ein­kenni­legt við þessi slags­mál er að sig­ur­veg­ar­inn bar þann sem varð und­ir í kjaft­in­um heim til sín, sigri hrós­andi, og sýndi eig­anda sín­um hversu megn­ug­ur hann var,“ seg­ir í færsl­unni.

Þar höfðu sleg­ist  kött­ur og hamst­ur og náði eig­andi katt­ar­ins hamstr­in­um frá kisa og kom með hann á lög­reglu­stöðina í Reykja­nes­bæ.

Lög­regl­an leit­ar því nú eig­anda „slags­mála­hamst­urs“ sem lög­reglu­menn­irn­ir segj­ast hafa gefið nafnið „Hamst­ur Macgreg­or“ í kerf­um sín­um.

„Að sögn lög­reglu­manna á vakt þá er hamst­ur­inn tals­vert æst­ur eft­ir átök­in og heimt­ar re-match við kattaró­fétið (eins og hann orðar það).“
Færsl­unni lýk­ur lög­regl­an svo á þeim orðum að von­andi verði ekki langt í að lög­regl­an á Suður­nesj­um nái út eins og einu stöðugildi lög­reglu­manns, sem muni al­farið sjá um vesenið á „blessuðu dýr­um hér á svæðinu“.:)

mbl.is