Um 60 kílóum af mat hent daglega

Vitundarvakning hefur orðið hjá hjúkrunarheimilinu Eir vegna matarsóunar.
Vitundarvakning hefur orðið hjá hjúkrunarheimilinu Eir vegna matarsóunar. mbl.is/Golli

Mat­ar­sóun á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir á átta dög­um nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heim­il­inu yfir átta daga tíma­bil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spill­is.

Töl­urn­ar gefa til kynna að á öll­um þrem­ur heim­il­um Eir­ar, þar sem búa um 185 manns, fari um 18 tonn af mat til spill­is á einu ári.

Á þrem­ur deild­um var að meðaltali 22,8% mat­ar hent. Könn­un­in er sú fyrsta sem fram­kvæmd er á hjúkr­un­ar­heim­ili hér á landi, að sögn Íris­ar Dagg­ar Guðjóns­dótt­ur, hjúkr­un­ar­deild­ar­stjóra á Eir. Hún hvet­ur önn­ur hjúkr­un­ar­heim­ili til að gera slík­ar kann­an­ir.

„Þetta kom okk­ur á óvart, þar sem iðulega er talað um vannær­ingu eldri borg­ara,“sagði Íris. Hún seg­ir að verið sé að end­ur­skoða gæði mat­ar­ins frem­ur en magn hans. Súp­ur, graut­ar og sæt­meti eru það sem helst fer til spill­is en mötu­neyti Eir­ar vinn­ur nú að því að auka fram­boð á heit­um mat í há­deg­is- og kvöld­mat, og minnka fram­reiðslu þess sem helst fer til spill­is. 

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: