„Við fylgjum bara okkar stefnu“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Þorgeir

„Þó maður hafi nú ein­sett sér fyr­ir tíu árum að sveifl­ast ekki eft­ir skoðana­könn­un­um þá verð ég að viður­kenna að þetta er samt auðvitað mjög ánægju­legt og við erum þakk­lát fyr­ir þenn­an stuðning. En eðli kann­anna er auðvitað það að þær sveifl­ast og við höld­um vit­an­lega bara okk­ar striki og höld­um áfram að berj­ast fyr­ir þeim mál­um sem við höf­um sann­fær­ingu fyr­ir,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, um niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR sem sýn­ir flokk­inn með 14,4% fylgi.

Miðflokk­ur­inn hef­ur ekki mælst með jafn mikið fylgi áður í skoðana­könn­un­um MMR en fylgið eykst um 3,8% frá því fyr­ir mánuði. Á sama tíma tap­ar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn veru­legu fylgi eða 3,1% og mæl­ist nú með 19% og hef­ur flokk­ur­inn ekki mælst með lægra fylgi áður í könn­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Lík­leg­asta skýr­ing­in á fylg­is­lækk­un Sjálf­stæðis­flokks­ins og fylgisaukn­ingu Miðflokks­ins er umræðan um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem stjórn­völd vilja samþykkja en Miðflokk­ur­inn hef­ur lagst gegn.

„Viðhorfið til skoðanakann­ana á að mínu mati að vera það að þær gefi vís­bend­ing­ar á ákveðnum tíma­punkti en maður megi ekki fara að elta þá þróun held­ur hafa trú á því að það að fylgja stefnu sem maður hef­ur sann­fær­ingu fyr­ir skili ár­angri á end­an­um,“ seg­ir Sig­mund­ur. Skoðanakann­an­ir eigi þannig ekki að stjórna stjórn­mála­flokk­um en hins veg­ar sé held­ur ekki rétt að loka aug­un­um fyr­ir þeim. Þetta séu ákveðnar upp­lýs­ing­ar eins og margt annað sem rétt sé að taka inn í dæmið, en upp að eðli­legu marki.

„Þetta er mjög stór sveifla og ég get ekki neitað því að ég hafi haft það á til­finn­ing­unni að stuðning­ur við okk­ur væri að aukast. En við mun­um hins veg­ar ekki láta þessa skoðana­könn­un, frek­ar en kann­an­ir sem verið hafa okk­ur síður hag­stæðar, slá okk­ur út af lag­inu hvað stefn­una varðar. Við fylgj­um bara okk­ar stefnu og því sem við höf­um trú á og von­umst til þess að við náum að sann­færa sem flesta um það til lengri tíma litið.“

mbl.is