Heitir reitir í boði ESB

Styrkþegar og -veitendur hittust við Ráðhúsið í Reykjavík.
Styrkþegar og -veitendur hittust við Ráðhúsið í Reykjavík. Ljósmynd/Evrópusambandið á Íslandi

Evr­ópu­sam­bandið af­henti í gær þjón­ustu- og ný­sköp­un­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar 15.000 evra styrk, um 2,1 millj­ón­ar króna, til upp­setn­ing­ar á heit­um reit­um víðsveg­ar um borg­ina. Munu borg­ar­bú­ar bráðum geta tengst þráðlausu neti á opn­um stöðum í borg­ar­land­inu í boði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Michael Mann, sendi­herra Evr­ópu­sam­band­ans­ins, af­henti styrk­inn og veittu Magnús Yngvi Jós­efs­son, verk­efna­stjóri Snjall­borg­ar­inn­ar Reykja­vík, og Óskar J. Sand­holt hon­um viðtöku fyr­ir hönd borg­ar­inn­ar.

Upp­bygg­ing­in er liður í WiFi4EU áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins sem miðar að því að koma á fríu þráðlausu neti í al­menn­ings­rými aðild­ar­ríkja, og tek­ur áætl­un­in einnig til EES-ríkja. 

Verk­efnið hófst í fyrra en á fyrstu tveim­ur árum þess er áætlað að rúm­lega 8.000 sveit­ar­fé­lög hljóti styrk­inn, upp á 15.000 evr­ur hvert, og kom­ast mun færri að en vilja.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvar hinum nýju heitu reit­um verður komið fyr­ir, en þegar er boðið upp á frítt net á nokkr­um stöðum í borg­ar­land­inu, svo sem á Aust­ur­velli.

mbl.is