Gjá milli þingflokks og grasrótar

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gjá er á milli þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins og annarra sjálf­stæðismanna. Þetta seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, en sam­kvæmt nýj­ustu könn­un MMR um fylgi flokka er Sjálf­stæðis­flokk­inn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stór­an þátt.

Elliði seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að könn­un­in sé til marks um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi fengið „gula spjaldið“. „Mín skoðun er sú að það sé gjá á milli þing­flokks­ins og fjöl­margra annarra sjálf­stæðismanna í gras­rót­inni. Verk­efnið núna er að brúa þetta bil, en þetta er verk­efni sem við sjálf­stæðis­menn stönd­um reglu­lega frammi fyr­ir. Ég trúi því og treysti að bæði formaður­inn og ut­an­rík­is­ráðherra haldi vel utan um þetta mál og finni leiðina. Þeir eru hæf­ast­ir til þess,“ seg­ir Elliði. Hann seg­ir að af sam­töl­um sín­um við þing­menn að dæma trúi hann ekki öðru en að málið verði skoðað bet­ur áður en það fari í gegn­um þingið. „Það er gríðarlega mik­il­vægt að for­yst­an, þing­flokk­ur­inn og ráðherr­arn­ir bregðist við þegar þeir skynja að þeir hafi ekki hóp­inn á bak við sig. Það er eðli­legt að slík staða komi upp, en það er jafn eðli­legt að brugðist sé við,“ seg­ir Elliði.

Geti reynst þing­mönn­um erfitt

Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, seg­ir að efa­semd­ir séu uppi meðal margra stjórn­arþing­manna um orkupakk­ann, í það minnsta í Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokki. Hann mæl­ist til þess að knúið verði á um kosn­ingu um málið inn­an Sjálf­stæðis­flokks með und­ir­skrifta­söfn­un fimm þúsund flokks­manna. Styrm­ir kveðst hafa orðið var við mikla óánægju í grasrót Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna máls­ins og að afstaða þing­manna muni geta reynst þeim skaðleg í próf­kjör­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: