Evrópa býr sig undir aðra hitabylgju

Fólk kælir sig í gosbrunni í París.
Fólk kælir sig í gosbrunni í París. AFP

Íbúar Evr­ópu búa sig nú und­ir aðra hita­bylgju þessa sum­ars, en hvert hita­metið féll á fæt­ur öðru í hita­bylgj­unni sem gekk yfir í júní. 

Hita­met var slegið í frönsku borg­inni Bourdeaux í dag þegar hiti fór upp í 41,2 stig, en fyrra hita­met var 40,7 og mæld­ist árið 2003. App­el­sínu­gul viðvör­un hef­ur verið gef­in út vegna hita­bylgj­unn­ar í Frakklandi, en rauð í Belg­íu og á Spáni, þar sem hætta á skógar­eld­um er mik­il.

Yf­ir­völd í lönd­un­um, þar sem bú­ist er við að hita­bylgj­an hafi mest áhrif, hafa gripið til ým­issa varúðarráðstaf­ana.

Slökkt verður á tveim­ur kjarna­ofn­um kjarn­orku­vers Golf­tech í Frakklandi, ís­fóta­böð verða í boði fyr­ir kepp­end­ur í Tour de France og flutn­ing­ar á hús­dýr­um verða bannaðir á milli klukk­an 13 og 18.

Frétt BBC

mbl.is