Brad Pitt stelur senunni

Brad Pitt stelur senunni hvar sem hann kemur og gefur …
Brad Pitt stelur senunni hvar sem hann kemur og gefur almenningi meiri athygli en hann er vanur. mbl.is/AFP

Brad Pitt vekur athygli þessa dagana fyrir að vera líflegur, brosmildur og orkumikill við kynningu á kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood. Leikarinn lítur stórvel út, er auðmjúkur, hógvær og í góðu skapi að jafnaði.

Þetta má sjá í viðtali sem Harry Smith tók við leikara kvikmyndarinnar fyrir Today Show nýverið þar sem Brad Pitt stelur senunni af hinum leikurunum með því að vera opinn og hversdagslegur í fasi.

Brad Pitt segir í viðtalinu m.a. „Við erum bara venjulegt fólk. Ég þurfti m.a. að skipta um bol á leiðinni hingað þar sem ég var með tannkrem á bolnum mínum.“

Brad Pitt hefur verið með börn þeirra Angelinu Jolie í sumar og virðist kunna því vel. 

„Sem leikari geri ég ráð fyrir því að eiga ákveðið „hillulíf“. Maður er ekki vinsæll að eilífu. Þetta er ákveðinn tími sem maður eyðir með fagfólki sem maður kann að meta.“

mbl.is