Atvinnulífið í Eyjum er að breytast

Uppsjávarvinnslan hefur veirð efld hjá Ísfélaginu.
Uppsjávarvinnslan hefur veirð efld hjá Ísfélaginu. Ljósmynd/Aðsend

Þeir sem þekkja til í Vest­manna­eyj­um segja að það þurfi að leita langt aft­ur til að finna dæmi um fólk sem átti í vanda með að finna vinnu. Fyr­ir­tæk­in í bæn­um hafa í gegn­um tíðina verið vel rek­in og metnaðarfull og kom­ist klakk­laust í gegn­um alls kyns áföll og sveifl­ur.

Eyþór Harðar­son, út­gerðar­stjóri Ísfé­lags Vest­manna­eyja, seg­ir und­an­far­inn ára­tug hafa verið far­sæl­an og ein­kennst af mik­illi upp­bygg­ingu sem nú er að mestu afstaðin – þó svo að henni ljúki aldrei.

„Mun­ar mest um að stóru frysti­hús­in hjá Ísfé­lag­inu og Vinnslu­stöðinni hafa end­ur­nýjað upp­sjáv­ar­vinnsl­ur sín­ar. Einnig hef­ur Langa stór­eflt sig í fiskþurrk­un og betri nýt­ingu alls kyns fiskaf­ganga og -teg­unda. Vinnslu­stöðin hef­ur á sama tíma stigið stór skref í full­vinnslu og pökk­un loðnu- og síld­ar­af­urða, og svo hafa fyr­ir­tæki á svæðinu sam­ein­ast um fram­leiðslu á niðursoðinni þorsklif­ur hjá Iðunni Sea­foods, sem er ný­legt fyr­ir­tæki á sviði niðursuðu,“ út­skýr­ir hann.

„Þá lauk Hita­veita Suður­nesja ný­verið við smíði varma­dælu­stöðvar sem gjör­bylt­ir ork­u­nýt­ingu við hús­hit­un í bæn­um. Við þetta bæt­ist að ferðaþjón­ust­an hef­ur verið í mik­illi sókn, sér­stak­lega yfir sum­ar­mánuðina, og fjöldi nýrra starfa orðið til í tengsl­um við það.“

Vægi sjáv­ar­út­vegs mun minnka

Sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur myndað uppistöðuna í at­vinnu­lífi svæðis­ins allt frá því þar varð til fyrsti vís­ir að byggð. Bæði er stutt að sækja á gjöf­ul fiski­mið og Vest­manna­eyj­ar með ein­stak­lega góða höfn frá nátt­úr­unn­ar hendi. Var Heima­ey iðulega fyrsti viðkomu­staður skipa á leið til Íslands og síðasta höfn á leið aft­ur til Evr­ópu sem auðveldaði bæði inn- og út­flutn­ing. Eyþór seg­ir að það megi núna reikna með því að vægi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fari smám sam­an minnk­andi og er nú þegar búin að eiga sér stað þróun í þá átt að end­ur­nýja skip og nú­tíma­væða fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki til að auka sjálf­virkni og af­köst, svo að færri hend­ur þurfi til að veiða fisk­inn og verka.

„Störf­um á ekki eft­ir að fjölga í sjáv­ar­út­vegi og eft­ir­spurn­in eft­ir ófag­lærðu verka­fólki í grein­inni dregst sí­fellt sam­an á meðan til verða ný störf sem krefjast meiri sérþekk­ing­ar. Tán­ing­arn­ir hlaupa ekki leng­ur und­ir bagga í fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­un­um á álags­tím­um, held­ur ganga í störf af allt öðrum toga hjá nýj­um veit­inga­stöðum bæj­ar­ins og eru dug­leg­ir að sækja sér mennt­un.“

Fjar­vinna er framtíðin

Þró­un­in sem Eyþór lýs­ir fel­ur í sér erfiðar áskor­an­ir fyr­ir bæj­ar­fé­lag eins og Vest­manna­eyj­ar. Tími til­tölu­lega ein­hæfs at­vinnu­lífs með nóg af störf­um fyr­ir ófag­lærða er liðinn og munu næstu kyn­slóðir koma inn á vinnu­markaðinn með verðmæt­ar gráður og þekk­ingu frá öll­um heims­horn­um og eru háð fjöl­breyttu at­vinnu­lífi til að geta fundið störf við sitt hæfi.

Eyþór seg­ir að tækn­in muni koma með lausn­ina því það verði æ al­geng­ara að vel menntað fólk geti unnið óháð staðsetn­ingu. „Það þýðir að þau sem hafa sótt sér góða mennt­un eiga þess kost að flytja aft­ur heim til Eyja án þess að það þurfi að bitna á starfs­ferli þeirra og at­vinnu­mögu­leik­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: