Leikkonan og atvinnudansarinn Jenna Dewan er þekkt fyrir stæltan afturenda og frábær dansspor. Á Instagram sýnir hún reglulega hvað hún gerir til að halda rassinum stinnum og sjálfri sér í góðu formi.
Dewan notast við margar æfingar úr pilates, þar sem áherslan er á sterkan kvið. Með þessum æfingum nær hún að virkja kviðvöðvana á sama tíma og stærstu vöðvana, rassvöðvana og lærin. Hún passar sig að halda mjöðmunum beinum og að axlirnar séu í línu við úlnliðina til að halda álaginu á réttum stöðum.