Meghan gestaritstjóri Vogue

Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er gestaritstjóri septemberheftis Vogue.
Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er gestaritstjóri septemberheftis Vogue. AFP

Meg­h­an Markle, her­togaynj­an af Sus­sex, er gesta­rit­stjóri sept­em­ber­heft­is bresku út­gáfu tísku­tíma­rits­ins Vogue. BBC grein­ir frá þessu og seg­ir  Markle velja að prýða ekki forsíðu blaðsins sjálf, held­ur beina at­hygl­inni þess í stað að kon­um sem rjúfi múra.

Forsíða blaðsins er því prýdd mynd­um af 15 kon­um, m.a. aðgerðasinn­an­um Gretu Thun­berg og Jac­indu Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja Sjá­lands.

Hef­ur BBC eft­ir aðal­rit­stjóra Vogue Edw­ard Enn­in­f­ul að her­togaynj­unni hafi fund­ist of mikið sjálfs­hól í að setja mynd af sjálfri sér á forsíðuna.

Forsíða septemberheftis Vogue.
Forsíða sept­em­ber­heft­is Vogue.

Þess í stað von­ist hún til þess að kon­urn­ar sem fjallað er um í heft­inu veiti öðrum sama inn­blást­ur og henni sjálfri.

Yf­ir­skrift sept­em­ber­heft­is­ins er Afl breyt­inga og er at­hygl­inni þar beint að „brautryðjend­um sem eru sam­einaðir í ótta­leysi sínu gagn­vart því að rjúfa múra,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Buck­ing­ham hall­ar.

Meg­h­an, sem átti fyrsta barn þeirra Harrys Bretaprins í maí á þessu ári, sagðist hafa unnið að verk­efn­inu und­an­farna sjö mánuði og að með því vilji hún beina „mest lesna tölu­blaði tísku­tíma­rits­ins að þeim gild­um, mál­stöðum og ein­stak­ling­um sem hafa áhrif á heim­inn í dag.“

„Ég vona að þið upp­lifið í gegn­um lins­una heild­ar­styrk þess­ara ólíku kvenna, sem vald­ar voru á forsíðuna, sem og teym­is­ins sem ég notaði til að beina kast­ljós­inu að þessu,“ sagði Meg­h­an. Ég vona að les­end­ur upp­lifi sig jafn inn­blásna og mig af þeim breyt­inga­öfl­um sem þeir munu sjá á þess­um síðum.“

mbl.is