Óvenjulegt hobbí Pitts og DiCaprios

Brad Pitt og Leonardo DiCaprio í Cannes í maí.
Brad Pitt og Leonardo DiCaprio í Cannes í maí. mbl.is/AFP

Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru góðir félagar en myndin Once Upon A Time In Hollywood með þeim í aðalhlutverkum var frumsýnd nýlega. The Sun greinir frá því að leikararnir njóti þess að verja tíma saman en það er ást þeirra á skúlptúrum sem sameinar þá ekki síður en kvikmyndalistin. 

„Brad er með sitt eigið leirlistarstúdíó í húsinu sínu og Leo elskar að fara til hans og nota það,“ sagði heimildarmaður um hvað þeir félagar gera heima hjá Pitt í Los Angeles. 

„Þeir hanga stundum með listamannavinum Brads en stundum eru það bara þeir tveir.“

DiCaprio er sagður leggja sitt af mörkum og mætir með samlokur frá uppáhaldssamlokustaðnum sínum. Leikararnir og áhugamyndlistarmennirnir eru svo sagðir verja tíma í stúdíóinu á heimili Brads Pitts langt fram á nótt. 

Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru góðir vinir.
Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru góðir vinir. mbl.is/AFP
mbl.is