Gömul paradís orðin að ruslahaug

Teymi Lavers hreinsar strendur Henderson.
Teymi Lavers hreinsar strendur Henderson. AFP

Fljót­andi plast­leif­ar þekja nú af­skekkta Kyrra­hafs­eyju sem var eitt sinn álit­in mik­il nátt­úruperla. Segja vís­inda­menn að fátt sé til ráða til að bjarga eyj­unni á meðan mann­fólkið held­ur áfram að henda sama magni af rusli. 

Hend­er­son-eyja er óbyggð hring­laga kór­aleyja með sjáv­ar­lóni í miðju og er staðsett svo gott sem á miðri leið milli Nýja-Sjá­lands og Perú, um 5.500 kíló­metr­ar af hafi um­lykja eyj­una í hvora átt. 

Þrátt fyr­ir gríðarlega ein­angr­un eyj­ar­inn­ar gera haf­straum­ar það að verk­um að þar er ein mesta sam­söfn­un plastúr­gangs á jörðinni. 

Hreinsunaraðgerðir á ströndum Henderson.
Hreins­un­araðgerðir á strönd­um Hend­er­son. AFP

„Við fund­um rusl frá um það bil öll­um stöðum,“ seg­ir Jenni­fer Lavers, ástr­alsk­ur vís­indamaður sem fór fyr­ir rann­sókn­ar­ferð til eyj­ar­inn­ar í síðasta mánuði. 

„Við fund­um flösk­ur og ílát, ýmis veiðifæri sem komu frá, nefndu það bara - Þýskalandi, Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Síle, Arg­entínu, Ekvador. Þetta voru raun­veru­leg skila­boð um að öll lönd beri ábyrgð á að vernda um­hverfið, líka á svona af­skekkt­um svæðum.“

Vist­kerfi eyj­ar­inn­ar er gríðarlega fjöl­breytt og dýr­mætt. Hend­er­son var sök­um ein­staks um­hverf­is sett á Heims­minja­skrá UNESCO árið 1988, þar sem eyj­unni var lýst sem ósnort­inni para­dís. 

En þrem­ur ára­tug­um síðar er Hend­er­son-eyja orðin miðdep­ill þess sem kallað er „plasteyj­an“ í Suður-Kyrra­hafi. 

Lavers fór fyr­ir fyrstu rann­sókn­ar­ferð sinni til eyj­ar­inn­ar árið 2015. Á aust­ur­strönd henn­ar fund­ust þá um 700 plast­leif­ar á hverj­um fer­metra, sem er ein mesta sam­söfn­un plasts í heimi. Lavers skipu­lagði hreins­un­araðgerðir fyr­ir ferð sína til eyj­ar­inn­ar í síðasta mánuði og söfnuðust sex tonn af plastúr­gangi á tveim­ur vik­um. 

Teymi Lavers tókst þó ekki að koma plastúr­gang­in­um um borð í skip sitt og þurfti að skilja það eft­ir á eyj­unni, hvaðan það verður síðar fjar­lægt. 

Plastrusl á Henderson.
Plastrusl á Hend­er­son. AFP

Lavers seg­ir það afar niður­drep­andi að leggja svo mikla vinnu í að hreinsa eyj­una, til þess eins að sjá meira plast fljóta upp á strend­urn­ar sem hún hafði rétt lokið við að hreinsa. Seg­ir hún ferðina varpa ljósi á þá staðreynd að hreins­un­araðgerðir séu eng­in lang­tíma­lausn á vanda­mál­inu.

„Það er nú þegar svo mikið af rusli í haf­inu, við þurf­um að gera allt sem við get­um til að koma í veg fyr­ir að meira af rusli fari í það.“

mbl.is