Ungadauði í „mengaðasta firði Íslands“

Æðarungarnir drepast við að synda inn í olíubrák. Fullorðnu fuglarnir …
Æðarungarnir drepast við að synda inn í olíubrák. Fullorðnu fuglarnir eru líklegri til að hafa það af. Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson

Æðar­ung­ar í Seyðis­firði drep­ast í hrönn­um vegna olíu sem lek­ur í sjó­inn úr El Grillo, gamla skips­flak­inu á botni fjarðar­ins. Á ljós­mynd­um sem mbl.is hef­ur fengið send­ar frá Hlyni Vest­mari Odds­syni sjást olíu­brák­ir sem æðarkoll­ur þurfa að synda í gegn­um með unga sína, iðulega með þeim af­leiðing­um að ung­arn­ir hafa það ekki af.

Svo koma máv­ar og nema dauða ung­ana á brott og éta. Þá eru sönn­un­ar­gögn­in horf­in, seg­ir Hlyn­ur í sam­tali við mbl.is. En mynd­ir hverfa ekki.

Hlynur er kajakleiðsögumaður á Seyðisfirði á sumrin. Hann segir olíuna …
Hlyn­ur er kaj­a­k­leiðsögumaður á Seyðis­firði á sumr­in. Hann seg­ir ol­í­una verða mikla í sjón­um þegar hann hitn­ar. Ljós­mynd/​Face­book

„Þetta er al­ger­lega öm­ur­legt,“ seg­ir Hlyn­ur, sem er kaj­a­k­leiðsögumaður í firðinum á sumr­in. „Maður er að fara hérna um fjörðinn og róa með ferðamönn­un­um í gegn­um þessa blessuðu olíu. Það eina sem ég get sagt við þá er: Sjáið hvernig Hitler er enn þá að drepa líf­ríkið okk­ar, dauður í sjö­tíu ár!“

El Grillo var eins og kunn­ugt er olíu­birgðaskip Banda­manna sem sökkt var af þýsk­um herflug­vél­um í sprengju­árás í seinni heims­styrj­öld. Í þeim skiln­ingi er Hitler auðvitað ábyrg­ur fyr­ir lek­an­um.

Vill láta Þjóðverja fjar­lægja flakið

„Fólki er bara al­veg sama. Það er enn að dropa úr skip­inu. Það ligg­ur enn þá fullt af svartol­íu und­ir þilj­un­um milli band­anna og hún lek­ur út á mörg­um stöðum,“ seg­ir Hlyn­ur. Síðasta hreins­un var gerð upp úr alda­mót­um af norsk­um verk­tök­um en öll olí­an var ekki tek­in. Áður en ráðist var í þær aðgerðir var talið að 91 tonn af olíu væri um borð.

Æðarungarnir eru oftast hirtir af mávunum um leið og þá …
Æðar­ung­arn­ir eru oft­ast hirt­ir af máv­un­um um leið og þá rek­ur dauða á land. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Vest­mar Odds­son

Hlyn­ur lýs­ir því hvernig viðkvæm­ir æðar­ung­arn­ir hafi það fæst­ir af að synda í gegn­um olíu­brák. Þeir sem ekki eru orðnir fiðraðir drep­ist næst­um und­an­tekn­ing­ar­laust. Hann seg­ir að lít­ill vilji sé fyr­ir hendi til þess að hreinsa skipið al­menni­lega. Óheppi­leg­ast er að meng­un­in er mest á sumr­in, þegar sjór­inn hitn­ar, og það er ein­mitt þá sem líf­ríkið er hvað viðkvæm­ast.

Skipið hef­ur legið á botn­in­um frá því í seinni heims­styrj­öld og Seyðis­fjörður hef­ur að sögn Hlyns þess vegna verið í gegn­um tíðina mengaðasti fjörður lands­ins. Svo er enn áfram, þar til eitt­hvað verður gert. „Það þarf bara að fjar­lægja skipið og láta Þjóðverj­ana borga þetta,“ legg­ur Hlyn­ur til. „Þeir eiga nóg af pen­ing.“

Ófáar svona olíubrákir sjást nú víða í Seyðisfirði.
Ófáar svona olíu­brák­ir sjást nú víða í Seyðis­firði. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Vest­mar Odds­son
mbl.is