Bergey fylgir í kjölfar Vestmannaeyjar

Bergey VE eftir sjósetningu í morgun.
Bergey VE eftir sjósetningu í morgun. Ljósmynd/SVN/Kristján Vilhelmsson

Ber­gey VE, sem nú er í smíðum hjá skipa­smíðastöðinni Vard í Aukra í Nor­egi, var sjó­sett í morg­un klukk­an átta að ís­lensk­um tíma. Ber­gey er syst­ur­skip Vest­manna­eyj­ar VE sem kom ný til lands­ins fyrr í þess­um mánuði.

Skip­in eru smíðuð fyr­ir Berg-Hug­in í Vest­manna­eyj­um, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en Vest­manna­ey var fyrsta skipið af sjö sömu gerðar sem Vard smíðar fyr­ir ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki. 

Smíðin á Ber­gey er á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar sögð á áætl­un en gert er ráð fyr­ir að skipið verði af­hent Bergi-Hug­in í lok sept­em­ber.

mbl.is