Mikil eftirvænting hjá Samherja

Kaldbakur.
Kaldbakur. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Við erum mjög spennt fyr­ir vinnslu­dekk­inu í Kald­bak. Það var lögð mik­il áhersla á öfl­uga blæðingu, þvott og góða kæl­ingu á fiskn­um og við erum full­viss að gæði afurða úr Kald­bak verði framúrsk­ar­andi,“ seg­ir Hjörv­ar Kristjáns­son, verk­efna­stjóri ný­smíða hjá Sam­herja.

Upp­setn­ing á vinnslu­dekki í ís­fisk­tog­ar­ann er í full­um gangi hjá Slippn­um Ak­ur­eyri og geng­ur vel, að því er fram kem­ur á vef slipps­ins.

Seg­ir þar að stór hluti af búnaðinum sé kom­inn um borð í skipið. Verið sé að stilla hann af og setja upp hluta af tölvu­stýr­ingu fyr­ir vinnslu­dekkið.

Hjörv­ar seg­ir mikla eft­ir­vænt­ingu ríkja fyr­ir nýja vinnslu­dekk­inu.

Áætlað er að upp­setn­ing­unni verði lokið fyr­ir upp­haf nýs fisk­veiðiárs og að skipið haldi til veiða strax í kjöl­farið.

Kald­bak­ur kom nýr til hafn­ar á Ak­ur­eyri í mars 2017 en skipið var smíðað í Tyrklandi.

mbl.is