Mikil eftirvænting hjá Samherja

Kaldbakur.
Kaldbakur. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

„Við erum mjög spennt fyrir vinnsludekkinu í Kaldbak. Það var lögð mikil áhersla á öfluga blæðingu, þvott og góða kælingu á fisknum og við erum fullviss að gæði afurða úr Kaldbak verði framúrskarandi,“ segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri nýsmíða hjá Samherja.

Uppsetning á vinnsludekki í ísfisktogarann er í fullum gangi hjá Slippnum Akureyri og gengur vel, að því er fram kemur á vef slippsins.

Segir þar að stór hluti af búnaðinum sé kominn um borð í skipið. Verið sé að stilla hann af og setja upp hluta af tölvustýringu fyrir vinnsludekkið.

Hjörvar segir mikla eftirvæntingu ríkja fyrir nýja vinnsludekkinu.

Áætlað er að uppsetningunni verði lokið fyrir upphaf nýs fiskveiðiárs og að skipið haldi til veiða strax í kjölfarið.

Kald­bak­ur kom nýr til hafn­ar á Ak­ur­eyri í mars 2017 en skipið var smíðað í Tyrklandi.

mbl.is