Ná ekki að fullnýta veiðiheimildirnar

11.100 tonn af óslægðum botnfiski er heimilt að veiða í …
11.100 tonn af óslægðum botnfiski er heimilt að veiða í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt stefn­ir í að þau 11.100 tonn af óslægðum botn­fiski, sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra ráðstafaði í vor til strand­veiða, verði ekki að fullu veidd áður en leyfi­legt tíma­bil strand­veiða tek­ur enda í ág­úst.

„Því miður er það svo. Það hefði verið gott að geta fram­lengt veiðitíma­bilið og um leið veitt það sem eft­ir mun standa,“ seg­ir Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Hann bend­ir á að á síðasta ári hafi heim­ild­ir upp á fleiri hundruð tonn staðið eft­ir ónýtt­ar. „Mér sýn­ist að það sama verði einnig uppi á ten­ingn­um í sum­ar,“ bæt­ir hann við.

Varla kem­ur til greina að lengja veiðitíma­bilið í ár, úr því sem nú er.

„Lengd veiðitíma­bils­ins er sett í lög og því þarf að byrja á að breyta lög­um eigi eitt­hvað annað að breyt­ast. Og það er ekki gert í einni svip­an. En þetta verður end­ur­skoðað á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að nú er það að ger­ast tvö ár í röð að við náum ekki að nýta þær heim­ild­ir sem okk­ur eru fengn­ar,“ seg­ir hann.

„Stjórn­völd hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dag­arn­ir nýt­ist bet­ur, til að mynda með því að leyfa veiðar á sunnu­dög­um eða á fleiri dög­um í hverj­um mánuði.“

Fisk­verðið er þó stór og ljós punkt­ur í sum­ar, bend­ir Axel á. „Það er að meðaltali 30% hærra en í fyrra og það er auðvitað frá­bært. Við erum með fjölda manna sem ná mjög góðri af­komu af þessu, sem bet­ur fer. Ég er ánægður með að ekki komi til stöðvun­ar veiða og að all­ir skuli hafa fengið tólf daga í mánuði, þó að vissu­lega hafi tíðarfar sett strik í reikn­ing­inn á sum­um svæðum.“

Stjórnvöld hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dagarnir nýtist …
Stjórn­völd hljóta að vilja bæta kerfið þannig að dag­arn­ir nýt­ist bet­ur, seg­ir Axel. mbl.is/Ó​feig­ur

Mesti afli frá upp­hafi veiða

11.100 tonn af óslægðum botn­fiski er heim­ilt að veiða í sum­ar. Því til viðbót­ar er heim­ilt að veiða þúsund tonn af ufsa. Þetta er mesti afli sem heim­ilt hef­ur verið að veiða frá upp­hafi strand­veiða árið 2009. Það ár námu heim­ild­irn­ar 3.955 tonn­um.

Árið 2010 var miðað við 6.800 tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn árið eft­ir. Frá 2012 til 2015 var heim­ilt að veiða 8.600 tonn, níu þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn árið 2017. Í fyrra var svo heim­ilt að veiða 10.200 tonn.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina