Hlýnun jarðar jók á hitabylgjuna

Parísarbúar kældu sig niður í hitabylgjunni í lok júlí.
Parísarbúar kældu sig niður í hitabylgjunni í lok júlí. AFP

Hita­bylgj­an sem fór um Evr­ópu í síðasta mánuði og felldi hvert hita­metið á fæt­ur öðru, var lík­lega á bil­inu 1,5 til 3 gráðum heit­ari vegna hlýn­un­ar jarðar af manna­völd­um. 

Þetta sagði alþjóðlegt teymi vís­inda­manna í dag. Hita­met féllu í Belg­íu, Hollandi, Bretlandi og víðar í hita­bylgj­unni sem varði í þrjá daga. Þá upp­lifðu Par­ís­ar­bú­ar heit­asta dag borg­ar­inn­ar 25. júlí þegar hit­inn varð mest­ur 42,6 gráður. 

mbl.is