Síðustu fjögur ár þau hlýjustu frá upphafi mælinga

Íbúar Vínarborgar kæla sig í hitabylgjunni í júlí.
Íbúar Vínarborgar kæla sig í hitabylgjunni í júlí. AFP

Vís­inda­menn við alþjóðleg veður­fræðisam­tök (World We­ather Attri­buti­on) hafa skoðað veðurfars­lík­an með sögu­leg­um hita­bylgj­um og borið sam­an við hita­bylgj­una sem fór um Evr­ópu í síðasta mánuði. Voru niður­stöðurn­ar þær að í veðurfars­líkan­inu var hita­stigið að jafnaði 1,5 til 3 gráðum lægra en hita­stig­in sem sáust í Evr­ópu í júlí.

Hita­met féllu hvert á fæt­ur öðru í Belg­íu, Hollandi, Bretlandi, Frakklandi og víðar. Svipuð hita­bylgja gekk einnig yfir í júní og var sá júní­mánuður sá heit­asti síðan mæl­ing­ar hóf­ust í Evr­ópu.

„Á öll­um svæðum hefði álíka viðburður og við sáum verið 1,5 til 3 gráðum sval­ari í óbreyttu lofts­lagi,“ segja sam­tök­in. Segja þau mis­mun­inn vera „í sam­ræmi við fleiri til­vik heilsu­leys­is og dauðsfalla.“

Hlýn­un jarðar jók einnig lík­ur á hita­bylgj­unni í júlí veru­lega í sum­um lönd­um, miðað við veðurfars­líkanið. Slík­ar veðuröfg­ar í norður­hluta Evr­ópu, án þeirr­ar 1 gráðu sem mann­kynið hef­ur bætt við and­rúms­loftið frá iðnbylt­ingu, myndu sjást að meðaltali einu sinni á 1000 ára fresti.

„Hnatt­ræn hlýn­un hef­ur þess vegna haft mik­il áhrif í að út­skýra slík hita­stig,“ segja sam­tök­in.

Hita­bylgj­an í júní var lík­leg­ast orðin fimm sinn­um lík­legri sök­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar og var um það bil 4 gráðum heit­ari en álíka hita­bylgja fyr­ir ár­hundraði síðan.

Óvenju­lega öfga­kennd­ar hita­bylgj­ur hafa farið um Evr­ópu árin 2003, 2010, 2015, 2017, 2018 og tvisvar sinn­um á þessu ári. Fjög­ur heit­ustu árin frá upp­hafi mæl­inga eru síðustu fjög­ur ár.

Martha Vog­el, loft­lags­rann­sak­andi hjá Tækni­stofn­un Sviss í Zurich, seg­ir það „svo gott sem vitað“ að hita­byglj­an í Evr­ópu 2018 sem olli um­fangs­mikl­um skógar­eld­um, hefði ekki átt sér stað án hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.

mbl.is