Færeysk skúta sem byggð var árið 1884, tíu árum eftir fyrstu Þjóðhátíðina, kom til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrradag. Áhafnarmeðlimir skemmtu þjóðhátíðargestum sem áttu leið um Friðarhöfnina í gær með söng og buðu í grill.
Siglingin frá Suðurey í Færeyjum til Vestmannaeyja tók um 52 klukkustundir og ekki er að sjá að siglingin hafi tekið á því Færeyingarnir léku á alls oddi.
Það var ekki lítið fjörið í skútunni í gær.
mbl.is/Óskar Friðriksson
Skútan er 135 ára gömul.
mbl.is/Óskar Friðriksson
Það var nánast heil stjórhljómsveit um borð í skútunni.
mbl.is/Óskar Friðriksson
Blásturshljóðfærin eru ómissandi þegar troða á almennilega upp.
mbl.is/Óskar Friðriksson
Skipstjórinn stjórnaði gleðinni eins og hljómsveitarstjóri stjórnar sinfóníuhljómsveit.
mbl.is/Óskar Friðriksson
Falleg smíði.
mbl.is/Óskar Friðriksson