Fylgjast með dauðateygjum borgaríssins

Borgarísjaki hrynur í hafið úti fyrir King's Point á Nýfundnalandi. …
Borgarísjaki hrynur í hafið úti fyrir King's Point á Nýfundnalandi. Fjöldi ferðamanna kemur að fylgjast með endalokum ísjakanna. AFP

Ferðamenn­irn­ir fylgj­ast með and­taktug­ir er borga­rís­inn hryn­ur í hafið eft­ir langt ferðalag sitt frá Græn­landi að aust­ur­strönd Kan­ada. Þeir eru stúku­sæti til að fylgj­ast með bráðnun íss­ins á Norður­heim­skaut­inu.

Á meðan til­hugs­un­in um hlýn­un jarðar og áhrif henn­ar á Græn­lands­jök­ul, þar sem stór stykki brotna úr ísn­um og falla í hafið, vek­ur mörg­um áhyggj­ur vegna hækk­andi sjáv­ar­stöðu hafa borga­rís­jak­arn­ir blásið nýju lífi í af­skekkt­ar byggðir á Ný­fundna­landi og Labra­dor.

Svæði sem eitt sinn voru miðpunkt­ur þorskveiðiiðnaðar­ins eru núviðkomu­staður áhuga­ljós­mynd­ara og ferðamanna sem von­ast til að berja aug­um hrun borga­rís­jak­anna. Um leið og vetri lýk­ur er farið að svip­ast um eft­ir borga­rís­jök­um.

Ferðmenn virða borgarísinn fyrir sér. Svæði sem eitt sinn voru …
Ferðmenn virða borga­rís­inn fyr­ir sér. Svæði sem eitt sinn voru miðpunkt­ur þorskveiðiiðnaðar­ins eru núviðkomu­staður áhuga­ljós­mynd­ara og ferðamanna sem von­ast til að berja aug­um hrun borga­rís­jak­anna. AFP

„Frá­bært fyr­ir efna­hag­inn“

„Þetta batn­ar með hverju ár­inu,“ seg­ir Barry Strickland, fyrr­ver­andi fiski­maður í sam­tali við AFP-frétta­veit­una. Hann fer nú með ferðamenn á báti sín­um um­hverf­is King's Po­int odd­ann í norður­hluta héraðsins.

„Við fáum orðið 135, 140 rút­ur með eldra fólki inn í bæ­inn á hverju tíma­bili. Þannig að þetta er frá­bært fyr­ir efna­hag­inn.“

Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur Strickland flutt ferðamenn sem vilja verða vitni að dauðat­eygj­um þess­ara ísrisa, sem teygja sig tugi metra upp í loftið og vega hundruð þúsund tonna.

Vind­ar og haf­straum­ar flytja borga­rís­jak­ana frá norðvest­ur­hluta Græn­lands, þúsunda kíló­metra leið í átt að strönd­um Kan­ada.

Á ör­fá­um vik­um mun ís­inn sem hef­ur verið fros­inn í þúsund­ir ára bráðna í hafið.

Kerry Chaulk selur borgarísvatn á glerflöskum fyrir 16 Kanadadollara flöskuna.
Kerry Chaulk sel­ur borga­rís­vatn á gler­flösk­um fyr­ir 16 Kan­ada­doll­ara flösk­una. AFP

Full­bókað í báts­ferðirn­ar

Báta­ferðirn­ar sem Strickland fer með ferðamenn í eru nú all­ar full­bókaðar yfir há­ferðamanna­tím­ann, á tíma­bil­inu frá maí til júlí. Þá gera ferðamenn alls staðar að úr heim­in­um sér ferð til King‘s Po­int þorps þar sem 600 manns búa.

Íbú­arn­ir fylgj­ast með ferð borga­rís­jak­anna og upp­færa upp­lýs­ing­arn­ar á gagn­virkt gervi­hnatta­kort sem sveita­stjórn­in lét setja á netið.

„Það er ekki mikið eft­ir í þess­um út­byggðum til að halda fólki hérna, þannig að ferðamannaiðnaður­inn er stór þátt­ur í hag­kerfi okk­ar,“ seg­ir Devon Chaulk,  sem vinn­ur í minja­gripa­búð í Ellist­on, 300 manna bæi, á„Borga­rís­jaka belt­inu“ líkt og strand­lengj­an er nú kölluð.  

„Ég hef búið hér alla mína ævi og fjölg­un ferðamanna hér um slóðir sl. 10-15 ár hef­ur verið ótrú­leg. Það er vek­ur ekki furðu að þúsund­ir séu hér á ferð næstu tvo mánuði,“ bætti hann við.

Hálf millj­ón ferðamanna heim­sótti Ný­fundna­land og Labra­dor á síðasta ári, það jafn­gild­ir öll­um íbúa­fjölda svæðis­ins.  Töl­ur stjórn­valda sýna að þeir ferðamenn eyddu tæp­um 570 millj­ón­um Kan­ada­doll­ara, eða rúma 53 millj­arða króna.

Borgarísjakarnir hafa blásið nýju lífi í afskekktar byggðir á Nýfundnalandi …
Borga­rís­jak­arn­ir hafa blásið nýju lífi í af­skekkt­ar byggðir á Ný­fundna­landi og Labra­dor. AFP

Ótryggt að byggja rekst­ur á borga­rísn­um

Ferðamannaiðnaður­inn hef­ur skapað mót­vægi við sam­drætti í fiskiðnaðinum, sem er nú í vanda vegna of­veiði und­ir lok síðustu ald­ar.

Sum­ir markaðssetja meira að segja borga­rís­vatnið sem það hrein­asta á jörðu og selja sem lúxusvarn­ing. Vatnið er líka notað í vod­ka, bjór og snyrti­vör­ur.

Efna­hags­vöxt­ur­inn á sér þó dekkri hlið, enda eru íbú­ar að hagn­ast á hröðun hlýn­un­ar jarðar á Norður­skaut­inu og er rekst­ur þeirra fyr­ir­tækja sem byggja sitt á borga­rísn­um því í besta falli ótrygg­ur.

For­svars­menn vín­gerðar­inn­ar Auk Is­land í þorp­inu Twill­inga­te, sem býr til áfengi úr borga­rís­vatni og villt­um berj­um hafa þegar orðið var­ir við þetta. „Fjöldi ferðamanna er mis­jafn milli ára, allt eft­ir því hversu marg­ir borga­rís­jak­ar eru á svæðinu,“ seg­ir El­iza­beth Glea­son sem starfar í vín­gerðinni. „Þetta ár hef­ur verið gott, en í fyrra kom næst­um eng­inn.“

Hlýn­un á Norður­skaut­inu er nær þris­var sinn­um hraðari en ann­ars staðar í heim­in­um og um miðjan síðasta mánuð voru hita­met sleg­in í ná­grenni Norður­póls­ins.

Und­an­far­in ár hafa borga­rís­jak­arn­ir líka flotið æ lengra suður eft­ir og eru þar með ógn við skipaum­ferð á þess­ar anna­sömu leið milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna.

Í augna­blik­inu njóta ferðamenn­irn­ir hins veg­ar út­sýn­is­ins og reynsl­unn­ar. „Viðvera borga­rís­jak­anna er bæði af hinu góða og slæma,“ seg­ir Mel­issa Axtman banda­rísk­ur ferðamaður.

Laurent Lucazeau, 34 ára Frakki, seg­ir það koma manni niður á jörðina að sjá borga­rís­jak­ana. „Þetta er áþreif­an­leg birt­ing­ar­mynd hlýn­un­ar jarðar, að sjá þá komna á slóðir þar sem sjór­inn er hlýr,“ sagði  hann.

„Það er eitt­hvað dul­ar­fullt og áhrifa­mikið við það, en maður veit samt að þeir eiga ekki að vera hérna og það er svo­lítið ógn­vekj­andi.“

Víngerðin Auk Island í Twillingate, framleiðir vín úr borgarísvatni og …
Vín­gerðin Auk Is­land í Twill­inga­te, fram­leiðir vín úr borga­rís­vatni og villt­um berj­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina