Svona massar Kate Hudson sig upp

Kate Hudson er búin að vera dugleg í ræktinni.
Kate Hudson er búin að vera dugleg í ræktinni. AFP

Leikkonan Kate Hudson þarf að vera í góðu formi vinnunnar vegna. Hún eignaðist sitt þriðja barn fyrir aðeins 9 mánuðum en er samt sem áður komin í gott form.

Hudson er ekki feimin við að lyfta lóðum og í nýlegu myndbandi á Instagram sýnir hún æfinguna sem hún gerir til að styrkja upphandleggsvöðvana. Hún notast við handlóð í æfingunni og heldur því fyrir ofan höfuð. Hún lætur það svo síga aftur fyrir sig og notar upphandleggsvöðvana til að lyfta því aftur upp fyrir höfuð. 

Kate Hudson er komin í gott form.
Kate Hudson er komin í gott form. skjáskot/Instagram
mbl.is