Fuller House-leikkonan Candace Cameron Bure er með það á hreinu hvað þarf að gera í ræktinni til að fá stinnan og flottan rass.
Bure er með reyndan einkaþjálfara með sér í ræktinni, Kiru Stokes, sem er dugleg að deila góðum æfingum á Instagram. Í þessu myndbandi fer hún yfir sumo-hnébeygju sem tekur á innanverð lærin.
Þær fara þó ekki alveg hefðbundnu leiðina og bæta inn handlóði og hoppi. Þær byrja með fæturna í gleiðri stöðu og tærnar vísa 45° út. Síðan beygja þær sig niður með lóðið í báðum höndum. Síðan hoppa þær upp og áfram úr hnébeygjunni og skilja lóðið eftir. Síðan gera þær aðra hnébeygju og hoppa aftur á bak. Ef þú vilt sjá árangur og styrkja neðri hluta líkamans er þessi æfing fyrir þig.