Eitt meint kynferðisbrot hefur kom inn á borð neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis um helgina. Þetta staðfestir Hildur Dís Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á neyðarmóttökunni, í samtali við mbl.is. „Það er eitt meint brot en það tengist ekki útihátíðum,“ segir Hildur Dís.
Engar upplýsingar fást frá neyðarmóttökum í Vestmannaeyjum eða á Akureyri. Hildur segir að einstaklingar leiti oft til neyðarmóttökunnar þegar líður á vikunna eftir verslunarmannahelgi.
Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina og þá sérstaklega í dag vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð um hádegisbil á Suðurlandsvegi til móts við Rauðhóla.
Þrír voru fluttir slasaðir á bráðamóttöku, þar af einn með alvarlega áverka.