Leggja blátt bann við plastnotkun

Stjórnendur flugvallarins vonast til að fleiri flugvellir stígi sömu skref.
Stjórnendur flugvallarins vonast til að fleiri flugvellir stígi sömu skref. Ljósmynd/Colourbox
Um miðjan ág­úst mun alþjóðlegi flug­völl­ur­inn í San Francisco (SFO) taka fyr­ir notk­un á drykkjar­föng­um úr plasti. Ferðalang­ar sem eiga leið um völl­inn þurfa annað hvort að út­vega sér gler­flösk­ur eða drykkjar­flösk­ur úr áli því hvernig verður hægt að kaupa plast­flösk­ur né held­ur plast­húðuð drykkjar­föng. Að sögn stjórn­enda flug­vall­ar­ins telja þau að flug­völl­ur­inn sé sá fyrsti í heim­in­um sem taki þetta stóra skref og að von­andi verði þeir fyr­ir­mynd sem fleiri fylgja eft­ir. 

Söluaðilar á flug­vell­in­um geta því ein­ung­is selt drykki sem koma í gler­flösk­um, end­urunnu áli eða öðru samþykktu efni sem hægt er að end­ur­vinna. Gest­ir á flug­vell­in­um eru hvatt­ir til að ferðast með sín­ar eig­in vatns­flösk­ur en víða um völl­inn má finna vatns­brunna sem hægt verður að fylla á flösk­urn­ar. Áður hafði flug­völl­ur­inn bannað plast­hnífa­pör og rör og er bann á plast­flösk­um liður í að gera flug­völl­inn sem um­hverf­i­s­væn­ast­an.

mbl.is