Vatnsskortur yfirvofandi í 17 löndum

Júlí­mánuður þessa árs var heit­asti mánuður á heimsvísu frá upp­hafi …
Júlí­mánuður þessa árs var heit­asti mánuður á heimsvísu frá upp­hafi mæl­inga. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaauðlindastofnuninni er vatnsskortur sem eitt sinn taldist óhugsandi er nú yfirvofandi í 17 löndum þar sem tæplega fjórðungur jarðarbúa býr. AFP

Vatns­skort­ur sem eitt sinn tald­ist óhugs­andi er nú yf­ir­vof­andi í 17 lönd­um þar sem tæp­lega fjórðung­ur jarðarbúa býr. Tólf land­anna eru í Miðaust­ur­lönd­um og Norður-Afr­íku. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaauðlinda­stofn­un­ar­inn­ar (e. World Resources Institu­te). 

Auk­in eft­ir­spurn eft­ir vatni er megin­á­stæða yf­ir­vof­andi vatns­skorts að mati skýrslu­höf­unda. Málið er í raun sára­ein­falt: Auk­in eft­ir­spurn dreg­ur úr vatns­forða heims­ins. Eft­ir­spurn á heimsvísu hef­ur meira en tvö­fald­ast frá því á 7. ára­tug síðustu ald­ar og eng­in merki eru um að eft­ir­spurn­in muni minnka á næst­unni. 

Í Chennai, sjöttu stærstu borg Ind­lands, er vatna­forði nán­ast upp­ur­inn og í fyrra munaði mjög litlu að vatna­forði íbúa í Höfðaborg í Suður-Afr­íku kláraðist. Árið þar áður gripu borg­ar­yf­ir­völd í Róm til þess ráðs að skammta vatn til að koma í veg fyr­ir að vatns­forðinn kláraðist. 

Í löndunum 17 þar sem hættan á vatnsskorti er talin …
Í lönd­un­um 17 þar sem hætt­an á vatns­skorti er tal­in al­var­leg­ust er um 80% alls vatns­forða notaður ár­lega með þeim af­leiðing­um að lítið safn­ast upp milli ára. Ljós­mynd/​WRI

Lít­ill forði safn­ast upp milli ára

Ástandið í 17 lönd­um er metið mjög al­var­legt, það er í Kat­ar, Ísra­el, Líb­anon, Íran, Jórdan­íu, Líb­íu, Kúveit, Sádi-Ar­ab­íu, Erít­r­eu, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, San Marínó, Barein, Indlandi, Pak­ist­an, Túrk­men­ist­an, Óman og Botsvana. Í lönd­un­um er um 80% alls vatns­forða notaður ár­lega með þeim af­leiðing­um að lítið safn­ast upp milli ára. Vatns­forðinn er aðallega nýtt­ur í land­búnað. 

Ástandið í 44 lönd­um er metið al­var­legt, en þar býr um þriðjung­ur jarðarbúa. Ísland er í 161. sæti af 164. sem út­tekt­in nær til og til­heyr­ir hópi landa þar sem litl­ar lík­ur, eða minna en 10%, eru tald­ar á vatns­skorti á næstu árum. 

Ástandið í 44 löndum er metið alvarlegt, en þar býr …
Ástandið í 44 lönd­um er metið al­var­legt, en þar býr um þriðjung­ur jarðarbúa. Ísland er í 161. sæti af 164. sem út­tekt­in nær til. Ljós­mynd/​WRI

Alþjóðaauðlinda­stofn­un­in tel­ur að af­leiðing­ar mik­ill­ar vatns­notk­un­ar og lít­ils vatns­forða geti orðið mjög al­var­leg­ar, einkum vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga sem dregið get­ur úr úr­komu og haft áhrif á eft­ir­spurn eft­ir vatni.

Þá ger­ir auk­in eft­ir­spurn vegna fólks­fjölg­un­ar og auk­inna efna­hags­um­svifa illt verra. Í tólf af þeim sautján lönd­um sem eru í mestri hættu tel­ur Alþjóðabank­inn að hugs­an­legt sé að lands­fram­leiðsla þar drag­ist sam­an um sex til tólf pró­sent fyr­ir 2050.

Vatns­skort­ur er aðeins einn áhrifaþátt­ur vatns­ör­ygg­is, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni. Líkt og hver önn­ur áskor­un felst lausn­in í hvernig brugðist er við ástand­inu. Bent er á að sum ríki sem búa við lík­ur á mikl­um vatns­skorti hafi nú þegar tekið á vand­an­um með sam­ræmd­um aðgerðum. Stjórn­völd í Namib­íu hafa til að mynda unnið að því síðustu fimm­tíu ár að gera skólp­vatn drykkjar­hæft. 

Nauðsyn­legt að grípa til aðgerða

Alþjóðaauðlinda­stofn­un­in legg­ur til þrjár leiðir til að minnka vatns­notk­un og þar með minnka lík­urn­ar á vatns­skorti: 

  1. Auka skil­virkni vatns­notk­un­ar í land­búnaði. 
  2. Fjár­fest­ing í „grá­um“ og „græn­um“ innviðum. Vatns­notk­un er mis mik­il eft­ir árum og rann­sókn Alþjóðaauðlinda­stofn­un­ar­inn­ar og Alþjóðabank­ans gef­ur til kynna að með því að fjár­festa í lögn­um, hreins­istöðvum, vot­lendi og vatna­svæðum megi jafna og minnka vatns­notk­un. 
  3. End­ur­vinnsla. „Við þurf­um að hætt að hugsa um frá­rennslis­vatn sem úr­gang,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Niður­stöður skýrsl­unn­ar eru skýr­ar: „Það eru óneit­an­lega vafa­söm þróun í vatns­mál­um í heim­in­um. En með því að að grípa til aðgerða núna og fjár­festa í bættri stjórn­un er hægt að leysa vand­ann í þágu jarðarbúa og jarðar­inn­ar allr­ar.“

mbl.is