Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem spyr út í fitubjúg á fótum og hvort hægt sé að fjarlægja hann.
Sæl Þórdís!
Langar að vita hvort fitusog hefur verið framkvæmt hér á Íslandi vegna svokallaðs fitubjúgs, „lipoedema“ á fótum, lærum og leggjum. Sérfræðingur í sogæðasjúkdómum taldi svo ekki vera en þetta virðist vera gert erlendis.
Kær kveðja og þökk.
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Undirrituð hefur einu sinni framkvæmt fitusog vegna lipoedema á Landspítalanum fyrir nokkrum árum fyrir mjög alvarlegt tilfelli af þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Ég hef ekki séð skjólstæðinginn í langan tíma og get því ekki tjáð mig um langtíma árangur af þessari meðferð.
Gangi þér vel og með bestu kveðjum
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.