Loftslagsbreytingar auka landeyðingu

Síðan 1961 hafa 5,3 milljónir km² lands verið lagðar undir …
Síðan 1961 hafa 5,3 milljónir km² lands verið lagðar undir landbúnað, álíka og um 2/3 af flatarmáli Ástralíu og hefur landnotkun aldrei aukist hraðar í sögu mannkyns. Þessi mynd er tekin í sögufræga bænum Beelitz í Þýskalandi sem er þekktur fyrir hvíta aspasakra sína. AFP

Um 24% af heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda í heim­in­um á ár­un­um 2003 - 2012 er vegna land­notk­un­ar. Sam­hliða áhrif­um lofts­lags­breyt­inga eykst land­notk­un hratt. Síðan 1961 hafa 5,3 millj­ón­ir km² lands verið lagðar und­ir land­búnað, álíka og um 2/​3 af flat­ar­máli Ástr­al­íu og hef­ur land­notk­un aldrei auk­ist hraðar í sögu mann­kyns. Los­un frá bú­pen­ingi hef­ur auk­ist en einnig vegna auk­inn­ar áburðarnotk­un­ar. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu á veg­um IPCC, milli­ríkja­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem kom út í dag. 

Fjallað er um niður­stöður skýrsl­unn­ar á vef Veður­stof­unn­ar og þar seg­ir meðal annað að lofts­lags­breyt­ing­ar auki land­eyðingu með meiri ákafa í úr­komu og flóðum, tíðari og um­fangs­meiri þurrk­um, meira álagi vegna hita, vinds og ölduróts auk hærri sjáv­ar­stöðu. Frá því síðla á 19. öld var hlýn­un yfir ís­lausu landi að jafnaði 1,41°C, sem er mun meira en 0,87°C hnatt­ræn hlýn­un á sama tíma. Hlýn­un­in hef­ur hliðrað lofts­lags­svæðum, og gert sum búsvæðabelti út­sett­ari fyr­ir breyti­leika í veðri og veðurfari.

Hoesung Lee, formaður milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, kynnir niðurstöður nefndarinnar í …
Hoesung Lee, formaður milli­ríkja­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar, kynn­ir niður­stöður nefnd­ar­inn­ar í nýrri skýrslu um lofts­lags­breyt­ing­ar og land­notk­un. AFP

Notk­un ólíf­ræns áburðar ní­fald­ast

Auk­in mat­væla­eft­ir­spurn hef­ur leitt hratt til ákafari land­nýt­ing­ar. Sam­fara fólks­fjölg­un og neyslu­breyt­ing­um hef­ur fram­leiðsla á jurtatrefj­um, mat­væl­um og viði verið drif­kraft­ur breyt­inga á land­notk­un.

Notk­un ólíf­ræns áburðar hef­ur ní­fald­ast frá 1961 og notk­un áveitu­vatns tvö­fald­ast. Breyt­ing­ar á land­notk­un hafa stuðlað að land­eyðingu og eyðimerk­ur­mynd­un. Útbreiðsla vot­lend­is hef­ur minnkað um 70% frá 1970 og fjöldi íbúa þurrka­svæða hef­ur auk­ist um næst­um 300% frá 1961.

Lofts­lags­breyt­ing­ar ógna fæðuör­yggi

Vegna hærra hita­stigs, úr­komu­breyt­inga og auk­inn­ar tíðni sumra af­taka­at­b­urða ógna lofts­lags­breyt­ing­ar fæðuör­yggi. Hlýn­un hef­ur aukið fram­leiðni land­búnaðar­vara á hærri breidd­ar­gráðum, m.a. á maís, hveiti, syk­ur­róf­um og bóm­ull, en dregið úr fram­leiðslu á lægri breidd­ar­gráðum, m.a. á byggi, maís og hveiti.

Meðal áhrifa á beit­ar­lönd eru hnign­un haga, hæg­ari vöxt­ur, minni fram­leiðni og viðkoma beit­ar­dýra, auk­in tíðni plága og sjúk­dóma og tap á líf­fræðileg­um fjöl­breyti­leika. Á þurr­um svæðum, sér­stak­lega í Afr­íku og há­lend­um svæðum í Asíu og Suður-Am­er­íku telja frum­byggj­ar og inn­fædd­ir að lofts­lags­breyt­ing­ar hafi nú þegar áhrif á fæðuör­yggi.

Loftslagsbreytingar hafa aukið landeyðingu og samhliða eykst landnotkun hratt samkvæmt …
Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa aukið land­eyðingu og sam­hliða eykst land­notk­un hratt sam­kvæmt nýrri skýrslu á veg­um IPCC, milli­ríkja­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar. Skýr­ing­ar­mynd/​Veður­stof­an
mbl.is