Úthlutar aflahlutdeildum í makríl

Gera megi ráð fyrir að um hundrað bátar séu búnir …
Gera megi ráð fyrir að um hundrað bátar séu búnir til færaveiða á makríl. mbl.is/Sigurður Bogi

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað afla­hlut­deild í mak­ríl og afla­marki til báta og skipa í kjöl­farið, en áður hafði stof­an fram­kvæmd bráðabirgðaút­hlut­un fyr­ir 80% af ætluðu afla­marki.  

Úthlut­un­in nú er end­an­leg þar sem búið er að taka til­lit til at­huga­semda sem bár­ust fyr­ir 10. júlí, en bent er á þetta á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Í B-flokki út­hlut­un­ar­inn­ar eru alls 480 bát­ar, það eru þeir sem höfðu veiðireynslu á ára­bil­inu 2009 -2018. Af þeim eru 377 sem fá minna en tonn í út­hlut­un, en 34 sem fá meira en 30 tonn.

Afla­hlut­deild færa­báta er 2,24% sem fær­ir þeim 2.857 tonn í veiðiheim­ild­ir á vertíðinni sem nú stend­ur yfir.  Við þær heim­ild­ir bæt­ist 4.000 tonna pott­ur sem eyrna­merkt­ur er smá­bát­um.

Viðbót­arkvót­inn komi sér vel 

Seg­ir á vef LS að gera megi ráð fyr­ir að um eitt hundrað bát­ar séu út­bún­ir til færa­veiða á mak­ríl og því ljóst að viðbót­arkvóti upp á 4.000 tonn eigi eft­ir að koma sér vel fyr­ir aðila sem hafa hug á að hefja veiðar.   

Um­sókn­ir sem ber­ast fyr­ir miðnætti hvers föstu­dags eru af­greidd­ar í næstu viku þar á eft­ir, en há­marks­út­hlut­un hverju sinni eru 35 tonn.

Sam­bandið vek­ur at­hygli á að þeir bát­ar sem enga út­hlut­un hafa fengið þurfa að flytja til sín afla­mark til að geta hafið veiðar og öðlast þá sam­tím­is rétt til að fá út­hlutað viðbóta­kvóta.

mbl.is