Braut sér leið í gegnum vegginn

Amerískur svartbjörn.
Amerískur svartbjörn. Ljósmynd/Wikipedia.org

Svart­björn nokk­ur sem braust inn í hús í Col­orado í Banda­ríkj­un­um notaði hvorki dyr né glugga til að kom­ast út úr hús­inu, held­ur flúði hann með því að brjóta sér leið í gegn­um einn út­veggja húss­ins.

Lög­reglu­yf­ir­völd í Col­orado segja inn­brotið hafa átt sér stað síðdeg­is á föstu­dag þegar eng­inn var heima. Var það vænt­an­lega lykt­in af heim­il­iss­orp­inu sem laðaði björn­inn að.

„Þegar lög­reglu­menn komu á staðinn flúði bangsi hins veg­ar með því að brjóta sér leið í gegn­um vegg­inn, líkt og Kool-Aid maður­inn,“ seg­ir lög­regla í Estes Park í færslu sinni um málið á Face­book. Kool-Aid er gos­drykk­ur og sést fíg­úra sem notuð er í aug­lýs­ing­um fyr­ir drykk­inn gjarn­an brjóta sér leið í gegn­um veggi.

„Leggið ykk­ar af mörk­um til að halda björn­un­um villt­um. Birn­ir eru skyn­sem­is­skepn­ur sem þýðir að við þurf­um líka að vera það,“ sagði í færsl­unni.

Eng­um varð meint af heim­sókn bjarn­ar­ins að þessu sinni, en í skýrslu frá um­hverf­is­stofn­un Col­orado kem­ur fram að bjarn­dýr hafi brot­ist inn í 35 bíla og níu hús í Estes Park á tíu daga tíma­bili fyr­ir 3. ág­úst.

mbl.is