Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir notaði helgina til þess að frumsýna nýja kærastann sinn, crossfit-kappann Streat Hoerner, á Instagram.
Hoerner, líkt og Katrín Tanja, hefur atvinnu af því að keppa í crossfit og kepptu þau bæði á heimsleikunum í crossfit um verslunarmannahelgina. Núna njóta þau hins vegar lífsins saman í fríi á Ítalíu og í Sviss.
Hoerner kom hingað til lands í maí síðastliðnum til að keppa á Reykjavík Crossfit Champhionship og endaði þar í fimmta sæti. Katrín Tanja keppti ekki á mótinu, en tók eina æfingu fyrir fullum sal ásamt Annie Mist Þórisdóttur.
View this post on InstagramI don’t know about you but I think he’s kinda cute
A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 11, 2019 at 1:58pm PDT