Lokkaði kolkrabbakrútt úr plastglasi

Kolkrabbinn er feiminn í fyrstu við að færa sig um …
Kolkrabbinn er feiminn í fyrstu við að færa sig um set yfir á öruggara heimili en í myndbandinu sést hvernig hann lætur að lokum tilleiðast. Skjáskot/YouTube

Mynd­band sem ís­lensk­ur kafari, Páll Sig­urðsson, birti á YouTu­be í apríl hef­ur vakið at­hygli í net­heim­um. Mynd­bandið er hug­ljúf saga af kafara sem fær kol­krabba til að hætta að hafa plast­glas fyr­ir skel á hafs­botni.

Eins og Reddit-not­andi bend­ir á er verra að kol­krabb­inn ætli að skýla sér fyr­ir ut­anaðkom­andi ógn með plast­glasi, sem er skamm­vinn vörn og gegn­sæ í þokka­bót. Rán­dýr hafs­ins víla ekki fyr­ir sér að brjóta slíka múra þegar safa­rík bráð er ann­ars veg­ar.

Ásamt fjölda færslna á spjall­borðum Reddit vegna mynd­bands­ins hafa fjöl­miðlar sýnt því áhuga. Sam­kvæmt því sem seg­ir hjá Ma­ritime Her­ald voru Páll og fé­lag­ar hans í djúp­sjáv­ar­köf­un und­an strönd­um Indó­nes­íu í des­em­ber þegar á vegi þeirra varð þessi kol­krabbi. Hann hef­ur komið þeim um­komu­laus fyr­ir sjón­ir og mál­um vatt fram á þann veg að allri köf­un­ar­ferðinni var varið í að koma kol­krabb­an­um til bjarg­ar.

Þegar Páll kom að dýr­inu var það í gömlu plast­glasi sem eins og sést á mynd­band­inu eru ansi dap­ur­leg­ar vist­ar­ver­ur. Mark­miðið var að koma hon­um á milli tveggja skelja, þær enda öllu bet­ur til þess falln­ar að halda vernd­ar­væng yfir kol­krabb­an­um. Hann er feim­inn í fyrstu við að koma sér fyr­ir á nýju heim­ili en læt­ur að lok­um til­leiðast og virðist þaðan af óhult­ur til fram­búðar. Þar end­ar sag­an alltént.

Á Reddit er efni mynd­bands­ins rætt í þaula eins og er spjall­borðanna von og vísa. Þar er vöng­um velt yfir til­gangi þess að færa kol­krabba­greyið úr plast­glasi yfir í skel og fram­an­greind ástæða, ör­yggi hans sjálfs, kem­ur ít­rekað fram. Jafn­framt er þó nefnt, að ekki aðeins fel­ur það í sér hættu fyr­ir hann sjálf­an að vera ber­skjaldaður í plast­glasi, held­ur einnig fyr­ir rán­dýrið sem kynni að hugsa sér gott til glóðar­inn­ar og gleypa hann í heilu lagi. Þá færi plast­glasið með og all­ir hlytu verra af. Það væri ekki gáfu­legt vist­kerfi það, en væri þó tákn­ræn af­leiðing ástands­ins, út­hafa fullra af plasti og aðskota­hlut­um, sem eiga alls ekki heima á hafs­botni.

mbl.is