Rannsaka matarsóun heimila og fyrirtækja

Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka …
Um 1.000 heimili og 700-800 fyrirtæki beðin um að taka þátt í rannsókninni og verða þátttakendur beðnir um að vigta þann mat og matarúrganga sem fara til spillis. mbl.is/Golli

Mat­ar­sóun hef­ur verið mikið í umræðunni und­an­far­in miss­eri í tengsl­um við aukna um­hverfis­vit­und. Um­hverf­is­stofn­un er nú að hrinda af stað ít­ar­legri rann­sókn á um­fangi mat­ar­sóun­ar á Íslandi árið 2019. Verður í næstu viku byrjað að hringja út til ríf­lega 1.000 heim­ila sem lenda í slembiúr­taki og verður heim­il­is­fólk beðið um að taka þátt í rann­sókn­inni.

„Fólk tal­ar um það hér og það er líka mín til­finn­ing að það hafi átt sér stað vit­und­ar­vakn­ing varðandi mat­ar­sóun,“ seg­ir Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, um­sjón­ar­maður rann­sókn­ar­inn­ar og sér­fræðing­ur á sviði loft­lags­mála og græns sam­fé­lags hjá Um­hverf­is­stofn­un. „Það hef­ur verið mik­il umræða sl. 1-2 árin um lofts­lags­mál­in og hvernig okk­ar mikla neysla hér á Vest­ur­lönd­um er að hafa áhrif á um­hverfið.“ 

Að sögn Mar­grét­ar verða um 1.000 heim­ili og 700-800 fyr­ir­tæki beðin um að taka þátt í rann­sókn­inni og verða þátt­tak­end­ur beðnir um að vigta þann mat og matar­úr­ganga sem fara til spill­is.

Árið 2016 sóaði hver Íslendingur 23 kg af ætilegum mat.
Árið 2016 sóaði hver Íslend­ing­ur 23 kg af æti­leg­um mat. mbl.is/Á​rni

Sóuðu 23 kg af æti­leg­um mat 

Mar­grét seg­ir ekki flókið að taka þátt. „Við erum með ra­f­ræna skrán­ingagátt, en get­um svo líka sent dag­bók á papp­írs­formi á þá sem það vilja.“ Um­hverf­is­stofn­un mæl­ir svo með að fólk sé með eitt ílát fyr­ir mat­arafanga í eld­hús­inu og annað fyr­ir matar­úr­ganga og mæli svo magnið sem þar safn­ast eft­ir dag­inn og skrái niður.

Um­hverf­is­stofn­un lét gera sam­bæri­lega rann­sókn vorið 2016. Mar­grét seg­ir viðhorf fólks þá al­mennt hafa verið já­kvætt til verk­efn­is­ins. „Það var hins veg­ar brest­ur á að fólk tæki sig til og skráði og tæki sam­an þessa mat­ar­sóun og sendi okk­ur upp­lýs­ing­arn­ar, þannig að það hefði mátt vera betri þátt­taka,“ seg­ir hún.

Sam­kvæmt þeirri rann­sókn sóaði hver Íslend­ing­ur um 23 kg af æti­leg­um mat. 39 kg af því sem var flokkaðist sem matar­úr­gang­ar fór í ruslið, 22 kg af matarol­íu og fitu var helt niður og tæp­um 200 lítr­um af drykkjar­vökva.

„Við miðuðum okk­ar aðferð við finnska rann­sókn og þar voru niður­stöður svipaðar,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að enn sé verið að þróa aðferðir og því geti sam­an­b­urður milli landa verið vanda­sam­ur.

„Hvað þessa rann­sókn varðar get­um við hins veg­ar nokkuð gefið okk­ur að þetta sé van­mat frek­ar en of­mat.“

Hún út­skýr­ir að fólk sé frek­ar að gleyma að vigta, eða sleppi því að taka þátt og eins vanti inn ár­lega sveiflu í mat­ar­sóun heim­ila tengd­um hátíðar­höld­um.

„Það má al­veg gefa sér að fólk hendi mat eft­ir veislu­höld,“ seg­ir Mar­grét og kveður einnig grun um van­mat varðandi mat­ar­sóun tengda til­tekt í ís­skápn­um og öðrum eld­hús­skáp­um.

Sömu aðferðafræði er beitt við rann­sókn­ina nú og seg­ir hún áhuga­vert verða að sjá hvort að niður­stöðurn­ar nú sýni að auk­in vit­und um mat­ar­sóun feli í sér að fólk sé að draga úr neyslu sinni.

Mat­ar­sóunar­rann­sókn­in er gerð með styrk frá Evr­ópsku hag­stof­unni (EUROSTAT og er til­gang­ur­inn að afla hagtalna um um­fang mat­ar­sóun­ar á Íslandi.

mbl.is