Seðlabankinn hafnar bótakröfu Þorsteins

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Seðlabanki Íslands hef­ur hafnað kröfu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, upp á fimm millj­ón­ir króna sem hann gerði kröfu um að bank­inn end­ur­greiddi hon­um vegna kostnaðar sem féll á hann vegna mála­rekst­urs Seðlabank­ans. Tel­ur bank­inn að málsmeðferðin hafi ekki brotið gegn rétt­ind­um Þor­steins þannig að það varði bóta­skyldu. Sagt er frá mál­inu í Markaðinum í dag, en vísað er í bréf frá Seðlabank­an­um til Sam­herja sem blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Seðlabank­inn lagði á sín­um tíma 15 millj­óna stjórn­valds­sekt á Sam­herja fyr­ir meint brot á gjald­eyr­is­lög­um. Héraðsdóm­ur felldi þá sekt úr gildi og Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðuna í nóv­em­ber í fyrra.

Fram kem­ur í Markaðinum að Seðlabank­inn hafni bæði kröfu Þor­steins og að eiga viðræður við hann um bæt­ur vegna þess kostnaðar og miska sem mála­rekst­ur bank­ans hafði í för með sér fyr­ir Þor­stein og Sam­herja. Hafi Þor­steinn boðist til þess að samþykkja fimm millj­óna greiðslu frá bank­an­um, sem bank­inn hafnaði í um­ræddu bréfi.

Er bréfið und­ir­ritað af Stein­ari Þór Guðgeirs­syni, lög­manni Seðlabank­ans, og seg­ir þar að eft­ir ít­ar­lega skoðun verði ekki séð að bank­inn hafi með sak­næm­um eða ólög­mæt­um hætti haft af­skipti af Þor­steini vegna meintra brota á gjald­eyr­is­lög­um.

mbl.is