Vill klára stefnurnar áður en Már fer

Höfnun bankans á viðræðum kom Þorsteini í opna skjöldu enda …
Höfnun bankans á viðræðum kom Þorsteini í opna skjöldu enda er sú niðurstaða, að hans sögn, hvorki í samræmi við niðurstöðu bankaráðs né umboðsmanns Alþingis. mbl.is/​Hari

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, ætl­ar að stefna Seðlabanka Íslands, bæði fyr­ir sína eig­in hönd og fyr­ir hönd Sam­herja í kjöl­far þess að Seðlabank­inn hafnaði kröfu Þor­steins um viðræður um bæt­ur vegna mála­rekst­urs Seðlabank­ans gegn Sam­herja. RÚV greindi fyrst frá en Þor­steinn staðfesti áætl­un sína í sam­tali við mbl.is. 

Þor­steinn krafðist þess að Seðlabank­inn greiddi hon­um fimm millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna kostnaðar sem féll á hann í mála­rekstri bank­ans. Tel­ur bank­inn að málsmeðferðin hafi ekki brotið gegn rétt­ind­um Þor­steins þannig að það varði bóta­skyldu. 

Þor­steinn seg­ir í sam­tali við mbl.is að stefn­urn­ar verði birt­ar á morg­un og á föstu­dag. „Við vilj­um að sjálf­sögðu klára þessa stefnu áður en Már Guðmunds­son [frá­far­andi Seðlabanka­stjóri] fer, eðli­lega, vegna þess að við höf­um eng­an áhuga á að birta nýj­um Seðlabanka­stjóra þessa stefnu. Már er bú­inn að draga það mjög að svara þessu og Seðlabank­inn líka. Við mun­um klára þessi mál á morg­un og á föstu­dag­inn og birta hon­um þess­ar stefn­ur.“

Þor­steinn seg­ir að stefn­urn­ar hafi verið eðli­legt fram­hald af höfn­un bank­ans á viðræðum. 

„Niðurstaða bankaráðs var skýr í skýrslu til for­sæt­is­ráðherra, að það hafi verið brot­in lög á Sam­herja og mörg­um öðrum og niður­stoða umboðsmanns Alþing­is var einnig skýr, að það hefðu verið brot­in lög á mér,“ seg­ir Þor­steinn.

Sam­ræm­ist ekki skýrsl­um um málið

„Þessi niðurstaða sem Stein­ar Þór, lögmaður Seðlabank­ans, birt­ir er hvorki í sam­ræmi við skýrslu bankaráðs né skýrslu umboðsmanns Alþing­is,“ bæt­ir Þor­steinn við

Höfn­un bank­ans á viðræðum um bæt­ur kom Þor­steini í opna skjöldu. „Að sjálf­sögðu kem­ur það á óvart vegna þess að niðurstaða bankaráðs og umboðsmanns Alþing­is er af­drátt­ar­laus í þessu máli. Það er alla vega eðli­legt að menn tali sam­an og við buðum upp á viðræður um þetta mál en bank­inn hafnaði því. Þessi niðurstaða er ekki í sam­ræmi við niður­stöðu bankaráðs og niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is.“

mbl.is