Grínaðist um Thunberg og bátaslys

Breski kaupsýslumaðurinn og Brexit-sinninn Arron Banks varði færslu sína um …
Breski kaupsýslumaðurinn og Brexit-sinninn Arron Banks varði færslu sína um Thunberg og sagði vinstrimenn skorta húmor. AFP

Breski kaup­sýslumaður­inn og Brex­it-stuðnings­maður­inn Arron Banks hef­ur hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir Twitter-færslu þar sem hann virðist óska sænska aðgerðasinn­an­um Gretu Thun­berg skaða.

Thun­berg lagði í gær af stað með skútu yfir Atlants­hafið til að taka þátt í lofts­lags­ráðstefnu í Banda­ríkj­un­um.

Varaði Banks í færslu sinni Thun­berg, sem er 16 ára, við því að „ófyr­ir­séð sigl­inga­slys verða í ág­úst“. Var Banks þar að svara Twitter-færslu græn­ingjaþing­manns­ins Carol­ine Lucas, sem sagði Thun­berg bera þau „mik­il­vægu skila­boð til Sam­einuðu þjóðanna að tím­inn til að taka á neyðarástandi í lofts­lags­mál­um sé að renna út“.

Færsla Banks hef­ur vakið mikla reiði hjá þing­mönn­um, fræðimönn­um og þekkt­um ein­stak­ling­um. Sjálf­ur hef­ur hann varið færslu sína og sakað vinstri menn um að vera húm­ors­lausa.

Tonia Ant­oniazzi, þingmaður breska Verka­manna­flokks­ins, var meðal þeirra fyrstu til að for­dæma færslu Banks. „Mér finnst al­gjört hneyksli að maður eins og Banks nýti sér Twitter til að koma höggi á 16 ára stúlku,“ sagði Ant­oniazzi í sam­tali við Guar­di­an. „Það frá­bæra starf sem Greta hef­ur unnið til að koma lofts­lags­breyt­ing­um efst á mál­efna­skrá stjórn­mál­anna og hvernig hún hef­ur virkjað ungt fólk og kyn­slóðir framtíðar og veitt þeim inn­blást­ur er ómet­an­legt,“ bætti hún við.

„Þetta er maður­inn sem fjár­magnaði Brex­it-lyg­arn­ar, sem býr við of­gnótt og hann ákveður að óska Gretu Thun­berg óhapps. Þetta er al­gjört hneyksli og það ætti að til­kynna færslu hans sem hat­urs­glæp.“

mbl.is